Vísa vikunnar ( 7 ) : Vilja nú fækka fötum

Molar
Share

Nú er farið í smiðju Georgs Jóns Jónssonar, bónda á Kjörseyri í Hrútafirði. Honum varð að yrkisefni frétt um tillöguflutning á Alþingi um klæðaburð.

Úr fréttum 10 febrúar 2005.
Þingmenn Frjálslynda flokksins þeir Gunnar Örlygsson og Sigurjón Þórðarson lögðu fram á alþingi tillögu um að breyta hefðum í þinginu hvað klæðaburð og málfar varðar. Ekki hafa þessir dáðadrengir til einskis á þing verið kosnir ef þeim tekst að koma þessu þjóðþrifa máli í gegn, fátt er brýnna fyrir þjóðina eða hvað?

Af frekar frjálslyndum hvötum
þeir færa sig upp á skaft.
Vilja nú fækka fötum
og fara að rífa kjaft.

Athugasemdir