Fjórtan fengu þann 17. júní sl. heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Allri eru þeir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Á nýársdag voru 12 Íslendingar sæmdir fálkaorðunni. Tíu þeirra eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Einn orðuhafi er í Reykjanesbæ og annar á Selfossi. Samtals hafa 26 fengið fálkaorðuna á árinu og 24 þeirra eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einkum störf að listum og menningu sem heiðrað er fyrir.
Í orðunefnd sitja sex manns og eru fimm þeirra skipaðir samkvæmt tillögu forsætisráðherra:
Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, formaður
Ellert B. Schram, fv. alþingismaður og fv. forseti ÍSÍ
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar
Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra
Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður
Örnólfur Thorsson, orðuritari
Þeir sem fengu orðuna nú eru:
- Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar prjónahefðar og hönnunar
- Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist
- Árni Björnsson þjóðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra þjóðfræða og menningar
- Edda Björgvinsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
- Erna Magnúsdóttir forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra
- Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði upplýsingatækni
- Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskar tónlistar og trúarhefðar
- Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
- Sigurður Steinar Ketilsson fyrrverandi skipherra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa
- Stefán Karl Stefánsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags
- Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til sagnaritunar og blaðamennsku
- Sævar Pétursson bifvélavirki, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða
- Valgerður Jónsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistarkennslu fatlaðra.
Athugasemdir