Níu einstaklingar hagnast um 3.665 milljónir króna einkum í sjávarútvegi

Fréttir
Share

Kristján Loftsson, Reykjavík  greiddi á síðasta ári 273 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Það þýðir að skattstofninn hefur verið 1.365 mkr.  Til ráðstöfunar eftir skatt hefur Kristján því haft  1.092 milljónir króna.  Kristján Vilhelmsson, Akureyri greiddi samkvæmt skattskránni sem liggur frammi  132 milljónir króna og frændi hans Þorsteinn Már Baldvinsson tæpar 87 milljónir króna.

Bræðurnir Jón Þorgeir Einarsson og Guðmundur Einarsson í Bolungavík greiddi samtals 144 milljónir króna. Ingimar Karlsson, Akureyri ber 41,2 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki greiddi 19,1 milljón króna. Sigríður Laufey Sigurðardóttir, Ísafirði 17,5 milljónir króna og Jón Guðbjartsson, Bolungavík greiddi 19,3 milljónir króna.

Samtals greiða þessir 9 einstaklingar 733 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt á síðasta ári. Skattstofninn hefur því verið 3.665 milljónir króna. Til ráðstöfunar eftir skattgreiðslur eru 2.932 milljónir króna hjá þessum 9 einstaklingum. Umræddar tekjur eru augljóslega að mestu komnar vegna hagnaðar í sjávarútvegi, trúlega söluhagnaðar af sölu á hlutabréfum.

Ekki eru allir að flá feitan gölt í sjávarútveginum. Athygli vekur að stærsti eigandi að Jakob Valgeir ehf í Bolungavík og fleiri fyrirtækjum, Björg Hildur Daðadóttir, greiðir engan fjármagnstekjuskatt og reyndar engan tekjuskatt né heldur neitt í útsvar.

 

 

Athugasemdir