Basknesk og spænsk tónlist í Dalbæ

Fréttir
Share

Laugardaginn 28. júlí voru tónleikar í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Fólk lét það ekki á sig fá þó bryggjan í Bæjum væri hálffallin að mæta á tónleika  þar sem Duo Atlantica, þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui Nárvaez voru með frábæra tónleika með Kaldalónslögum og baskneskum og spænskum þjóðlögum. Snjáfjallasetur stóð að tónleikunum í samstarfi við Baskavinafélagið á Íslandi. Tónleikagestir héldu síðan á Lyngholt þar sem Engilbert S. Ingvarsson sagði frá lífinu á Snæfjallaströnd fyrr á tímum og sýndi muni og svo var tekið lagið í gömlu skólastofunni og í Unaðsdalskirkju.

Athugasemdir