Vísa vikunnar (74):Pólitíkin alla ærir

Molar
Share

20. ágúst 2006:

Fjölmiðlar hafa fjallað óvenjumikið um stjórnmál þetta sumarið og er líklega skýringu á því að finna í sumarflokksþingi Framsóknarflokksins, sem reyndar lauk í gær.
Um stjórnmálin hefur margt verið ort í gegnum tíðina og eitt sinn orti Hólmfríður Eysteinsdóttir, sem var búsett á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal og ráðlagði manni að snúa sér að öðru:

Pólitíkin alla ærir
ekki skaltu henni þjóna.
Sönglistin þér sífellt færir
sigurgleði og fegri tóna.

Athugasemdir