Vísa vikunnar (64): Það vorar hægt en veturinn

Molar
Share

Undir lok framboðsfundar á Akranesi í síðustu viku varpaði Sveinn Kristinsson fram vísu, sem hann sagði að hefði orðið til á leið sinni til fundarins:

Það vorar hægt en veturinn
virðist loks á förum
og megi sólin sindra á kinn
með sælu á allra vörum.

Athugasemdir