Vísa vikunnar (55):Forðaði sér frá vinstri vá

Molar
Share

Snorri Sturluson frá Súgandafirði hefur að undanförnu lagt til vísur á heimasíðuna. Þessar vísur voru ortar eftir vistaskipti, þess sem heldur úti heimasíðunni, yfir í Framsóknarflokkinn:

Forðaði sér frá vinstri vá
vondu kommasmiðjunni
kominn er nú Kristinn H
í kösina á miðjunni.

En eðlið rétta enn má sjá
arta sig í honum
þegar kroppar Kristinn H
í kaun á stjórnvöldunum.

Athugasemdir