Vísa vikunnar (49): Efla, bæta, auka, stækka

Molar
Share

Í haust var mikið átak til þess að fækka sveitarfélögum landsins. Kosið var um allt land, en svo fór að aðeins ein tillaga var samþykkt en hinum öllum hafnað. Einn lesandi heimasíðunnar orðaði úrslitin svona:

Efla, bæta, auka, stækka
Alveg út í eitt.
Sveitarfélögum mun svo fækka
sama" og ekki neitt

Athugasemdir