Vísa vikunnar (27): Kommar eru klúrleg grey

Molar
Share

Þá er komið að síðustu vísu Sigmundar í Hælavík um stjórnmálaflokkana. Hún er um Sósíalistaflokkinn – Sameiningarflokk alþýðu fremur en forvera hans Kommúnistaflokkinn. Sigmundur Guðnason gaf úr eina ljóðabók, Brimhljóð, sem kom út á 7. áratugnum og verður henni ef til vill gerð skil síðar.

Kommar eru klúrleg grey
þeir kynda af haturseldi.
Yfir þeim hrópa ýmsir vei
þeir eiga lítið veldi.

Athugasemdir