vísa vikunnar ( 154) Betra væri þetta þing

Molar
Share

10.2. 2017

Skúli Guðmundsson, Húnvetningur sat á Alþingi frá 1937 til 1969 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var góður hagyrðingur. Á þeim tíma sem hann sat á þingi voru margir snjallir hagyrðingar þar og þingvísur urðu margar til.
Eitt sinn kvað Skúli í einhverri vísnahríðinni á Alþingi og líklega þykir Vestfirðingum mörgum að sér sneitt:

Betra væri þetta þing
og þrasað heldur minna,
væri engan Vestfirðing
í vorum hópi að finna.

Athugasemdir