Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár

Molar
Share

19. október 2009.

Mýramaðurinn Bjarni Valtýr Guðjónsson hefur ort marga snjalla vísuna. Hér er ein um vor í nánd:

Senn mun blána himinn hár,
hætt að grána í sporin.
Vel svo lánist lífsins ár,
lífga þrána vorin.

Vinkona Bjarna í skáldastétt, Bjargey Arnórsdóttir frá Hofsstöðum, var eitt sinn í fagurgrænni peysu í stað rauðrar.Úr orðaskiptum þeirra má, ef til vill ,lesa einhverja meiningar um pólitísk viðhorf:

Bjarney orti:

Oft e rflíkin ástarvæn,
eðli heimsins barna.
En þó að ég sé gróðurvæn
get ég þóknast Bjarna.

Og Bjarni svaraði:

Ástarglóðin Böddu ber,
bestu slóðir fetum.
Flíkin rjóða farin er,
fagran gróður metum.

Athugasemdir