Vísa vikunnar ( 14 ): Í hyl spekinnar

Molar
Share

Vísu vikunnar á að þessu sinni Brynjólfur Sæmundsson, ráðunautur frá Hólmavík. Brynjólfur lést á síðasta ári, skömmu fyrir áramót. hann var hagyrðingur góður, þótt hann flíkaði því lítt.

Í hyl spekinnar
undir holbakka þagnarinnar
liggja rök tilverunnar
undir steini.

Í rassi aldarinnar
hulinn mistri viskunnar,
stendur öngull heimskunnar
í beini.

( 1975)

Athugasemdir