1. september 2009.
Jón Pálmason frá Akri, alþm. og forseti sameinaðs Alþingis,var góður hagyrðingur. Fyrir skömmu rak á fjörur mínar nokkrar vísur eftir hann, hálfrar aldar gamlar.
Fyrsta vísan er hringhenda og nefnist þroskaleiðin:
Öðlast seggir þroska þá,
þekkja hregg og rótið.
ef þeir leggja leiðir á
lífsins eggjagrjótið.
Þá er ort árið 1955 um vísitöluna, kunnuglegt stef:
ER að verða auðnubann
á okkar kæra Fróni.
Vísitöluvitleysan
veldur mestu tjóni.
Loks ort eftir vorharðindi:
Grösum klæðast fara fjöll,
fegurð svæði þekur.
Vetra mæða úti öll,
yndi glæðast tekur.
Athugasemdir