Vísa vikunnar. ( 132): Gleðisjóinn geyst eg fer

Molar
Share

1. apríl 2009.

Laugardaginn var, þan 28. mars, fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði menningardagskráin Vestanvindar. Dagskráin að þessu sinni var helguð ljóðskáldum og þau ekki af verri endanum. Þrjár breiðfirskar skáldkonur voru kynntar, þær systur Ólína og Herdís Andrésdætur og frænka þeirra Theodora Thoroddsen og einnig Djúpmaðurinn Þormóður Kolbrúnarskáld, sem féll á Stiklastöðum með Ólafi helga Noregskonungi.
Það var Hlynur Þór Magnússon sem hafi veg og vanda af kynningunni og fórst það vel úr hendi eins og vænta mátti og naut góðrar aðstoðar Hildar Halldórsdóttur.

Þessi vísa Theodóru var rifjuð upp og líklega á hún betur við nú en oft áður:

Gleðisjóinn geyst eg fer
þó gutli sorg und kili.
Vonina læt eg ljúga að mér
og lifi á henni í bili.

Athugasemdir