Vísa vikunnar ( 124): Vaknaðu maður

Molar
Share

29. ágúst 2008.

Vísa vikunnar er óvenjuleg að vöxtum að þessu sinni, bæði að formi og efni. Frjálshyggjan liggur þungt á höfundi og afleiðingar hennar og hann vill vekja þjóðina.

Áskorun

Vaknaðu maður
af værum draumi
martröð þessari
mál er að linni
láttu af þjónkun
við þjóðarhyski
og hættu að lúta
Lokaráðum
hafnaðu fólsku
frjálshyggjunnar
sem ginnir fólk
af götu réttlætis
og egnir þjóðir
til óhæfu.

Sveinn Björnsson í Hvammi.

Athugasemdir