31. ágúst 2007.
Tímabært er að ýta úr vör vísaþættinum að nýju.
Fyrst verður fyrir valinu vísa eftir Dýrfirðinginn og bóndann Elías Mikael Vagn Þórarinsson (1926-1988) frá Hrauni í Keldudal. Frá Hrauni lá leið hans að næstu jörð Arnarnúpi og bjó um hann tíma þar, en fluttist svo innar í fjörðinn til Sveinseyrar, enda samgöngur erfiðar út í Keldudal. Keldudalur þykir mörgum ægifagur og víst er að Elíasi var dalurinn kær.
Þegar hann skrölti inn Arnarnúpshlíðina varð honum að orði:
Þungt er allt mitt þrautarstand
þokan bylur veginn.
Flyt af mold á svartan sand
sólarleysismegin.
Athugasemdir