Framsókn sterkust í Norðvesturkjördæmi.

Molar
Share

Frjáls verkslun gerði könnun 25. 27. apríl um fylgi flokkanna fyrir heimur.is. Alls voru 816 spurðir. Óvissir og þeir sem ekki vildu svara voru nokkuð margir þannig að vikmörk eru víð eða 5,4%. Fylgi Framsóknarflokksins er aðeins 10,8% í könnuninni.
Þegar skoðuð eru einstök kjördæmi kemur í ljós að fylgi flokksins er langmest í Norðvesturkjördæmi eða 26%. Þó ber þess að geta að óvissa er veruleg þegar könnunin er brotin niður á einstök kjördæmi þannig að líta verður á tölurnar fremur sem vísbendingu. En engu að síður þær eru góð vísbending fyrir Norðvesturkjördæmið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi er fylgi flokksins 13% skv. könnuninni, 11% í Suðurkjördæmi og 6% í Reykjavík.

Athugasemdir