Aukavísa vikunnar (23):Margur enn af ágirnd kvelst

Molar
Share

Einn hagyrðinganna á hagyrðingamótinu á Hólmavík 30. júní síðastliðinn var Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp. Hann orti svo um einkavæðinguna og peningamenn þjóðfélagsins:

Margur enn af ágirnd kvelst,
ekki lífskjör jafnast.
Flest allt sem að fémætt telst
á fárra hendur safnast.

Athugasemdir