Vísa vikunnar ( 150): Ætíð sé þín gata greið

Molar
Share

19. september 2010.

Þá vaknar loks af sumardvala vísa vikunnar þegar vantar aðeins viku upp á að 6 mánuðir eru síðan síðast var fært inn.

Í dag var farið í Kolaportið og fest kaup á minningar Thor Jensens í tveimur bindum sem Valtýr Stefánsson skrásetti og út komu 1954. Greinilegt er að bækurnar hafa verið í upphafi gefnar í 75 ára afmælisgjöf 3/5 1958 með vinarkveðju frá vinnufélögum. Hamingjuóskirnar eru settar fram í tveimur vísum. Hvorki kemur fram hver átti afmæli né hver orti, en vísurnar eru svona:

Hljóttu, jafnan, hvar sem fer,
höpp, á lífsins vegi.
Farsæld besta fylgi þér,
fjörs að lokadegi.

Ætíð sé þín gata greið,
grá þó verði hárin.
Gæfan fylgi, lífs á leið.
Lif þú hundrað árið.

Athugasemdir