Alþingi á setja lögin!

Pistlar
Share

Í stjórnarskránni er ákveðin þrískipting ríkisvaldsins þannig að Alþingi setur lögin, ráðherrar framkvæma þau og dómstólar útkljá ágreining um lögin. Þetta fyrirkomulag er af ýmsum ástæðum viðhaft og ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Ein ástæðan er sú að þannig er tryggt að einn aðili verði ekki of valdamikill í þjóðfélaginu. Það er sem sé hlutverk Alþingis að setja lögin, en í undantekningartilvikum hafa einstakir ráðherrar heimilt til þess að setja lög til bráðabirgða.

Bráðabirgðalagaheimildin á sér ákveðna skýringu. Áður fyrr sat Alþingi aðeins annað hvert ár og þá í fáeinar vikur í hvert sinn. Síðar var þessu breytt og þing fór að koma saman árlega, en lengi vel aðeins hluta úr ári. Það þurti því einhver að hafa vald til þess að bregðast við ófyrirséðum atvikum eða tilefnum til skjótrar lagasetningar sem komu til þesar Alþingi var ekki að störfum. Þetta var leyst með þvía ð fela ráðherrum að gefa út lög til bráðabirgða sem tóku strax gildi.

Þróunin var svo þannig á 20. öldinni að ríkisstjórnir fóru í vaxandi mæli að stjórna með bráðabirgðalögum og neyttu færis til þess að setja lögin þegar Alþingi hafði verið slitið að vori eða frestað fyrir jól. Þetat varð leið til þess að komast framhjá Alþingi og láta alþingismenn standa frammi fyrir gerðum hlut. Oft voru í bráðabirgðalögum ákvæði sem ekki hefðu farið hávaðalaust gegnum þingsali eða jafnvel starndað á leiðinni. Noktun á þessari heimild var komin út í hreina misnoktun ríkisstjórnar á stjórnarskrárákvæðinu og afleiðingin var veikburða Alþingi gagnvart henni.

Eftir langvarandi óánægju alþingismanna voru loks gerðar úrbætur vorið 1991, sem styrktu Alþingi á nýjan leik. Ákveðið var að þrengja bráðabirgðalagaákvæðið og að þingið væri starfandi allt árið með kosnum þingforseta og þingnefndum. Eftir þessa breytingu getur þingið komið saman nánast fyrirvaralaust ef svo ber undir.

Alger samstaða var um breytingarnar milli stjórnmálaflokkanna. Margrét Frímannsdóttir, fyrrv. alþm. lýsti samkomulagi flokkanna þannig í þingræðu:

„Að vísu er það svo að ríkisstjórn mun áfram hafa heimild til þess að leggja til við forseta að gefa út bráðabirgðalög meðan þingfrestanir standa, en það er skilningur allra sem að þessu máli hafa staðið að til þess komi ekki nema í sérstökum neyðartilvikum, heldur verði tekinn upp sá nýi siður að verði þörf á skjótri löggjöf utan venjulegs starfstíma Alþingis, t.d. yfir sumartímann, þá verði Alþingi kallað saman til aukafunda til þess að afgreiða hana með eðlilegum hætti.“

Eftir þessa breytingar má segja að tekið hafi verið fyrir setningu bráðabirgðalaga nema við mjög brýnar aðstæður svo sem eftir 11. sept. 2001. En farið er að bera á því að ráðherrar sæki í gamla farið. Sett voru bráðabirgðalög sumarið 2003 af litlu tilefni og aftur í fyrra 2007 og enn í sumar. Í öllum þessum tilvikum gat verið rétt að breyta lögum en engin vandkvæði voru á því að Alþingi kæmi saman þá þegar eða að málin þoldu vel að bíða þar til ráðgert var að þingið héldi áfram störfum.

Í dag voru afgreidd á Alþingi staðfesting á bráðabirgðalögum sem viðskiptaráðherra setti í júní sl. Um það mál má segja að enga brýna nauðsyn bar til þess að ráðherrann hrifsaði til sín löggjafarvaldið. Nægur tími gafst til þess að kveðja saman þingið til þess að leggja þar fram lagafrumvarp og fá það afgreitt sem lög á svipuðum tíma og bráðabirgðalögin voru sett. Breytingin sem ráðherrann gerði á lögunum um Viðlagatryggingu Íslands var afar lítil og snerti flesta lítið sem ekkert sem urðu fyrir tjóni í jarðskjálftunum á Suðurlandi. Loks þá tekur marga mánuði að afgreiða uppgjör tjóna og líklega verður því ekki lokið fyrr en um næstu áramót eða jafnvel síðar.

Hin brýna nauðsyn bar ekki til staðar, það er kjarni málsins. Hagsmunirnir sem í húfi voru mat ráðherra sjálfur sem fjárhagslega óverulega fyrir Viðlagatrygginguna og lágar fjárhæðir í hverju tilviki. En það var of freistandi fyrir ráðherrann að taka til sín löggjafarvaldið og láta til sín taka í máli sem afmarkaðist við hans eigið kjördæmi. Það var ekki eins áhugavert að kalla þingið saman til fundar eða bíða með málið þar til nú.

Athugasemdir