Vísa vikuunar (82):En nú eru komin greiðfær göng

Molar
Share

25. október 2006.

Vestfjarðagöngin, sem voru opnuð fyrir rúmum 10 árum voru mikil samgöngubót. Um það geta Súgfirðingar borið vitni öðrum fremur, en Breiðadals- og Botnsheiðar voru miklir farartálmar og gat vegurinn til Súgandafjarðar verið lokaður langtímum saman áður en jarðgöngin komu.
Súgfirðingurinn Snorri Sturluson orti svo um göngin:

Áður þótti leiðin löng
Sem liggur milli vina
En nú eru komin greiðfær göng
Í gegnum Botnsheiðina.

Athugasemdir