31. okt. 2006:
Norður í Skagafirði, að Efri-Ási, býr Sverrir Magnússon blómlegu kúabúi. Eitt sinn var hann á heimleið erlendis frá úr bændaferð og stoppaði á Vatnsskarðinu við minnisvarðann um Stefán G. Stefánsson.
Þegar hann horfði yfir Skagafjörð varð þetta til:
Allt er hér í æðra veldi
yndisleikinn stendur vörð
á sólargylltu sumarkveldi
sé ég yfir Skagafjörð.
Athugasemdir