Listakosningar voru í 5 sveitarfélögum á Vestfjörðum. Litlar breytingar urðu á fylgi framboða nema í Vesturbyggð þar sem Ný Sýn fékk meirihuta atkvæða en sjálfkjörið var þar síðast og Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hafði þá fengið alla 7 bæjarfulltrúana. Nokkuð var um útstrikanir en þær breyttu ekki niðurstöðunni. Á N lista Nýrra sýnar fékk María Óskarsdóttir 20 útstrikanir og Iða Marsibil Jónsdóttir 6 útstrikanir. Á D listanum voru fimm frambjóðendur strikaðir út. Flestar útstrikanir fékk Magnús Jónsson eða 12. Gísli Ægir Ágústsson fékk 7 útstrikanir og Ásgeir Sveinsson fimm. Guðrún Eggertsdóttir var fjórum sinnum strikuð út og Friðbjörg Matthíasdóttir fékk 3.
Í Bolungavík Fékk D listinn áfram meirihluta og fjóra bæjarfulltrúa en missti 8% atkvæða. Baldur Smári Einarsson var oftast strikaður út eða á 21 kjörseðli. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir fékk 7 útstrikanir. K Listi Máttur meyja og manna fékk sama atkvæðamagn og fyrir fjórum árum og 3 bæjarfulltrúa. Guðrún Stella Gissurardóttir fékk 4 útstrikanir og Gunnar Hallsson var tvisvar strikaður út. Þriðji listinn fékk 8% atkvæða. Þar var Nikólína Beck Þorvaldsdóttir með 2 útstrikanir.
Í Súðavík fékk Hreppslistinn meirihluta og 3 hreppsnefndarmenn eins og síðast og Víkurlistinn fékk 2 fulltrúa. Á Hreppslistanum voru nokkrar útstrikanir. Samúel Kristjánsson og Ásgeir Hólm Agnarsson fengu 8 útstrikanir hvor um sig, Guðbjörg Bergmundsdóttir 3 útstrikanir og Ragnheiður Baldursdóttir 2 útstrikanir. Á Víkurlistanum fékk Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir 2 útstrikanir.
Á Ísafirði bætti Framsóknarflokkurinn við sig um 8% atkvæða og einum bæjarfulltrúa og svipaður fjöldi atkvæða sem Björt framtíð hafði fengið 2014 féll niður, að öðru leyti varð fylgi framboðanna nánast það sama og síðast. Í listinn missti meirihlutann þar sem 5. bæjarfulltrúinn féll. Arna Lára Jónsdóttir á Í lista var strikuð út af 14 seðlum, Nanný Arna Guðmundsdóttir fékk 3 útstrikanir, Sigurður Jón Hreinsson tvær og Þórir Guðmundsson fjórar. Daníel Jakobsson D –lista fékk 20 útstrikanir og Sif Huld Albertsdóttir 15 útstrikanir. Marzellíus Sveinbjörnsson ( B listi) fékk 9 útstrikanir og Kristján Þór Kristjánsson tvær.
Í Tálknafirði fékk Ó listi 96 atkvæði og fjóra hreppsnefndarmenn og E listi áhugafólks um eflingu samfélagsins fékk 47 atkvæði og 1 mann kjörinn. Þar munaði aðeins ½ atkvæði á 2. manni E lista og 4. manni Ó lista. Fyrir fjórum árum var ekki listakosning í Tálknafirði.
Athugasemdir