Grunur um kosningaspjöll í Árneshreppi

Fréttir
Share

Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hafa 17 einstklingar flutt lögheimili sitt til Árneshrepps á tímabilinu 24. apríl til 5. maí. Fyrir voru 44 einstaklingar skráðir með lögheimili.

Þessir lögheimilsflutningar verða teknir fyrir hjá Þjóðskrá og svo getur farið að stofnunin taki upp skráninguna og hafni henni.  Hinir nýju íbúar verða á kjörskrárstofni sem miðast við lögheimili 5. maí.

 

Hreppsnefnd mun halda fund bráðlega og afgreiða kjörskrána og svo getur farið að þessir 17 verði felldir af kjörskránni.

 

Málið er litið alvarlegum augum og verður athugað bæði hjá Þjóðskrá og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bent er á að lögheimilisflutningarnir virðist verða tilhæfulausir málamyndagjörningar til þess  eins að hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar. Eins og kunnugt er er deilt um aðalskipulagsbreytingar vegna Hvalárvirkjunar.

Í sveitarstjórnarlögum 92 grein eru fjallað um kosningaspjöll og gætu lögheimilisflutningarnir fallið undir d lið greinarinnar.  Skv. 103. grein hegningarlaga getur það varðað tveggja ára fangelsi að afla sér eða öðrum færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem viðkomandi á annars ekki rétt á.

 

Fylgst verður með framvindu málsins.

Athugasemdir