Vísa vikunnar(22): Tíminn færir flest í kaf

Molar
Share

Barkárdalur gengur inn af Hörgárdal í Eyjafirði. Baugasel í Barkárdal fór í eyði fyrir réttum 40 árum þegar ábúendur fluttu til Akureyrar. Þrjár kynslóðir bjuggu þá í bænum, öldruð hjón, fimm af sjö sonum þeirra og fjölskylda þess elsta. Bærinn er torfbær og líklega með þeim síðustu á landinu sem búið var í. Bænum hefur verið haldið við og hefur ferðafélagið Hörgur haft veg og vanda af því ásamt fyrrverandi ábúendum.
Í gestabók ferðafélagsins 14. júlí í sumar er þessi vísa eftir Ara Friðfinnsson, einn bræðranna frá Baugaseli:

Tíminn færir flest í kaf
og felur annað sýnum.
Brotamynd þó birtist af
bernskuleikjum mínum.

Athugasemdir