10. mars 2007.
Bjargey Arnórsdóttir frá Tindum í Reykhólasveit lýsir draumalandi sínu svona:
Draumalandið mitt er mjög
mikið líkt og Frónið,
með Búlandstind og bláan lög
og Breiðamerkurlónið.
Háafoss og Herðubreið
Hrollleifsborg og Gjögur
Leggjabrjót og Skúlaskeið
Skessuhorn og Ögur.
Á svona landi sýnist mér
sóminn ætti að ríkja,
ljótt að ennþá liðið er
að ljúga, stela og svíkja.
Það væri verðugt verkefni hvers lesanda vísnasíðunnar að kunna skil á þeim stöðum sem nefndir eru í vísunum.
Athugasemdir