Vísa vikunnar (140): Auðstétt brýtur ofan frá

Molar
Share

5. október 2009.

Í Hvammi í Dölum situr Sveinn Björnsson og fylgist með þjóðfélagmálunum úr fjarlægð af hægð. En hefur skýrar meiningar um einkavæðinguna og stjórnmálaflokkana sem að henni stóðu.

Auðvaldsgræðgin aldrei dvín
ágirnd bófa lokkar.
Brytja stórt í búin sín
bankasöluflokkar.

Auðvaldsgræðgi enn á ný
iðkar leiðir kunnar.
Landssímanum laumar í
lúkur Mafíunnar.

Auðstétt brýtur ofan frá
allt að neðsta grunni.
Sá mun verða endir á
einkavæðingunni.

Athugasemdir