Framsókn til framfara

Pistlar
Share

Nú er komið að lokum í ritdeilu við Ásthildi Cesil Þórðardóttur. Hún fór fram í upphafi með árás á Framsóknarflokkinn og endar með því að draga í land í öllum atriðum. Ásthildur hélt því fram að Framsókn hefði lofað milljarði króna á kjörtímabilinu til baráttu gegn vímuefnanoktun og ekki efnt. Hið rétta er að loforðið var efnt og nærri tvöfalt það. Hún hélt því að fram að félagasamtök hefðu borðið hitann og þungann af þeirri uppbyggingu sem hefði átt sér stað. Hið rétta er að ríkið lagði mikið fé til uppbyggingarinnar og styrkti auk þess félagasamtökin sérstaklega. Loks hélt Ásthildur því fram að enginn vilji væri til þess að vinna vel og heiðarlega að þessum málum. Það reyndist staðlausir stafir. Niðurstaðan er að Framsóknarmenn hafa staðið að fullu við sín fyrirheit og sýnt mikinn vilja til þess að vinna að úrbótum í þessum erfiða málaflokki.
Lokaorð Ásthildar eru að betur megi gera. Þar er ég sammála, það má betur gera og ég mælist til þess að allir þeir sem vilja vinna að því geri það sem samherjar og styðji hver annan í því verki. Ég veit að Ásthildur vill leggja sitt af mörkum, en hún verður að skilja að við viljum það líka og erum ekki andstæðingar hennar. Hún verður að skilja starf sitt sem liðsmaður í Frjálslynda flokknum frá starfi sínu að málaflokknum og má ekki falla í þá gryfju að telja sitt höfuðverkefni að ráðast að okkur sem störfum í Framsóknarflokknum og gera lítið úr störfum okkar. Að lokum, ég leit inn á vef Frjálslyndra og kynnti mér áherslur flokksins í fíkniefnamálaflokknum. Satt að segja eru þær fátæklegar og Ásthildur verði kröftum sínum áreiðanlega vel með því að beita sér fyrir efnismeiri samþykktum.

Kristinn H. Gunnarsson.

Athugasemdir