Á aðalfundi Framsóknarfélags Mýrarsýslu nú í október var rætt um að stækka félagssvæðið í kjölfar sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Kom tvennt til greina, annars vegar að miða félagssvæðið við mörk nýja sveitarfélagsins og hins vegar að láta það ná yfir báðar gömlu sýslurnar, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur, auk Kolbeinsstaðahrepps. Munurinn liggur í hreppunum sunnan Skarðsheiðar við Hvalfjörð. Spurningin snerist því um framsóknarmennina sunnan heiði.
Sýnist sitt hverjum og Bjarni V. Guðjónsson orti á staðnum í orðastað þeirra sem vildu síðari kostinn:
Finnst mér rakna friðarband,
fæstum veittur greiði,
meðan hópur laus við land
lifir sunnan heiði.
Athugasemdir