Innrásin í Írak – til hvers?

Pistlar
Share

Réttur áratugur er síðan bandalag hinna viljugu þjóða með Breta og Bandaríkjamenn í forystu réðst inn í Írak. Hinn opinberi tilgangur var að uppræta gereyðingarvopn sem fullyrt var að Saddam Hussein hefði undir höndum. Á þeim forsendum fékkst loðið samþykki Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðinni.Fljótlega kom í ljós að ástæðurnar voru upplognar og tilbúnar. Nú má fullyrða að tilgangurinn var sá einn að steypa stjórnvöldum og færa forræði á nýtingu olíulinda landsins undir erlent forræði.

Það voru aldrei nein gereyðingarvopn til. Eftirlitsnefnd S.þ. undir forystu Svíans Blix fann aldrei vopnin og lagðist gegn herförinni. Það reyndust ekki heldur unnt að tengja ríkisstjórn Saddam Hussein við Al Kaida. Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum mögnuðu hins vegar upp með aðstoð fjölmiðla ýmsar getgátur og fullyrðingar sem fengu með spuna yfirbragð „staðreynda“. Síðar hefur mátt sjá í Bretlandi skýr dæmi með hlerunum á símum einstaklinga og því að bera bera fé á fólk gegn upplýsingum hversu langt pressan þar er tilbúin að ganga. Vestrænir fjölmiðlar standa höllum fæti, trúverðugleiki þeirra er stórlega skertur og Bretar telja sig tilneydda til þess að setja eigin fjölmiðlum strangar skorður með sérstakri löggjöf.

Samkvæmt alþjóðalögum voru engar heimildir til innrásar í Írak, en aðeins ógn vegna gereyðingarvopna getur réttlæt slíkt. Hernaðaraðgerð til þess að skipta um stjórnvöld er ólögmæt. Afleiðingarnar hafa verið meira ofbeldi en ekki minna, fleiri dauðsföll en ekki færri, meiri óstöðugleiki í þessum heimshluta en ekki minni. Engin vandamál hafa verið leyst en mörg verið búin til. Til hvers var barist? Samtökin Irak body count áætla að um 122 þúsund óbreyttir borgara hafi misst lífið. Við þá tölu bætast hermenn og „uppreisnarmenn“.

Það er ævarandi smán Íslands, sem enn svíður undan , að oddvitar ríkisstjórnarinnar skyldu ákveða í tveggja manna tali að setja landið á lista hinna viljugu árásarþjóða og það er enn opið sár í íslenskum stjórnmálum að aðrir ráðherrar og frammámenn í flokkunum, sem voru sniðgengnir, skuli á þeim tíma hafa valið að þega og aðstoða við yfirhylminguna. Verst er kannski að flokkarnir reyndust ófærir um að breyta rétt og fara gegn eigin foringjum þegar málið komst í hámæli.

Það þarf að læra af Írak og er það víst nú eftir Hrun að stjórnmálaflokkunum sé treystandi til þess að breyta rétt?

“ onclick=“return fbs_click()“ target=“_blank“ class=“fb_share_link“>Deila á Facebook

Athugasemdir