head43.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Uppreist ćra í stađ siđbótar 16. nóvember 2017
Ákvörđun Vinstri hreyfingarinnar, grćns frambođs um stjórnarsamstarf međ Sjálfstćđisflokki reisir ćru formanns Sjálfstćđisflokksins upp frá dauđum og frestar um sinn óhjákvćmilegri siđbót í íslenskum stjórnmálum.
Ţađ er stöđugt vaxandi krafa almennings ađ ţeir stjórnmálamenn eigi ađ víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahruniđ er lítil ţolinmćđi fyrir sérhagsmunagćslu í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformađur Sjálfstćđisflokksins hrökklađist úr ráđherraembćtti fyrir réttum ţremur árum og skömmu síđar úr varaformannsstól flokksins vegna spillingar. Ţegar öll sund voru lokuđ gafst hún upp og sagđi af sér. Ţá kvöddu hana tveir menn međ tárin í augunum og hćldu henni á hvert reipi. Annar ţeirra var forsćtisráđherrann, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson og hinn var fjármálaráđherrann, Bjarni Benediktsson.

Wintris og Vafningur

Mat ţessar tveggja manna á ţví hvernig nota eigi valdastólana er gerólíkt mati almennings. Ţeir ćra almenning reglulega međ breytni sinni og valdhroka. Blekkingarleikurinn međ Wintris varđ til ţess ađ Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson varđ ađ segja af sér embćtti forsćtisráđherra og varđ heldur ekki vćrt í ríkisstjórn. Ţrátt fyrir ađ fá ágćtt fylgi í alţingiskosningunum er hann enn utangarđsmađur í stjórnmálunum og fćr engan flokk til ţess ađ starfa međ sér nema ţá helst Sjálfstćđisflokkinn. Yfirgnćfandi meirihluti kjósenda er algerlega andvígur ţví ađ leiđa formann Miđflokksins til valda og ţađ verđur ekki gert.
Á sama hátt er mikil andstađa viđ formann Sjálfstćđisflokksins. Fylgi flokksins undir hans forystu hefur aldrei veriđ minna í gervallri sögu Sjálfstćđisflokksins. Fylgiđ fer líka minnkandi. Ástćđan er óbeit kjósenda á hagsmunaskörun milli stjórnmála og viđskipta.

Lögbann á fjölmiđlafrelsiđ

Menn skulu ekki gleyma ţví ađ í gildi er lögbann viđ umfjöllun fjölmiđla á efni sem tengist formanni Sjálfstćđisflokksins. Stundin og Guardian voru búin ađ birta nokkuđ efni úr skjölum og sýna fram á ósannsögli forsćtisráđherrans fráfarandi ţegar ţrotabú Glitnis greip inn í atburđarásina međ dyggri ađstođ sýslumanns sem ţegiđ hefur ítrekađ embćtti sitt úr hendi flokksins og stöđvađi frekara upplýsingastreymi skömmu fyrir alţingiskosningarnar. Banniđ stendur enn og mun vara a.m.k. fram á nćsta ár.
Eru hinn nýhreinsađi Framsóknarflokkur og Vinstri grćnir búnir ađ gleyma ţví ađ formađur Sjálfstćđisflokksins leyndi tveimur skýrslum í ađdraganda alţingiskosninganna á síđasta ári? Önnur skýrslan fjallađi um eignir Íslendinga á aflandseyjum og hin skýrslan dró fram ađ lćkkun höfuđstóls íbúđalánsskulda um 72 milljarđa var alveg sérstök gjöf til auđugra.
Ţađ má líka minna á ađ Stundin hefur áđur dregiđ fram ađ formađur Sjálfstćđisflokksins forđađi áhćttufé sínu í sjóđi 9 tímanlega yfir í ríkistryggđ bréf fyrir hruniđ 2008 ţar sem hann bjó yfir upplýsingum sem almenningur hafđi ekki. Í Vafningsmálinu er nú upplýst ađ Bjarni Benediktsson hafđi ađra og meiri ađkomu en hann hafđi áđur sagt en lögbanniđ stöđvađi frekari umfjöllun um máliđ.

Eftir Bjarna kemur Borgun

Ţađ er líka upplýst ađ áriđ 2009 hafi Bjarni Benediktsson hringt í eiganda DV til ţess ađstöđva fréttaflutnings blađsins af Vafningsmálinu. Eftirfarandi er birt í Stundinni 18. okt. 2017:
„Hann var ekkert ađ skafa af ţví, hann ćtlađist til ţess ađ ég stöđvađi ţennan fréttaflutning,“ sagđi Hreinn Loftsson, ađaleigandi DV, ţegar hann lýsti símtali Bjarna áriđ 2009.
Ţađ hefur líka veriđ rakiđ ađ 120 milljarđar króna afskriftir eftir hrun tengjast Bjarna Benediktssyni og föđur hans.
Ađ lokum má rifja upp ţa ótrúlegu „handvömm“ Landsbankans undir stjórn fjármálaráđherrans Bjarna Benediktssonar ađ selja hlut sinn í Borgun langt undir raunverđi til ađila innan armslengdar frá ráđherranum.

Apavatnsför Katrínar

Ţađ er spillingin í stjórnmálunum sem er helsti vandinn. Ţađ er krafan um siđbót í stjórnmálunum sem forystumenn sumra flokka ţverskallast viđ sem veldur óstöđugleikanum. Ţađ er ekki vćntanleg ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Vinstri grćnna sem veldur áhyggjum. Ţađ er sakaruppgjöf Vinstri grćnna til handa formanni Sjálfstćđisflokksins sem veldur ţví ađ ţessi leiđangur formanns Vinstri grćnna verđur jafn ógćfusamur fyrir hana og Apavatnsför Sturlu Sighvatssonar voriđ 1238 var fyrir hann. Óstöđugleikinn og ókyrrđin munu halda áfram vegna hinnar uppreistu ćru og breytir engu hver situr í forsćtisráđherrastólnum.

Kristinn H. Gunnarsson

leiđari í blađinu Vestfirđir
16.11. 2017

Deila á Facebook
<<<
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is