head39.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Ađskilnađur stjórnmála og viđskipta 20. október 2017
Ţađ sem helst má draga fram sem ástćđu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alţingiskosninga er gífurlega uppsöfnuđ gremja almennings út í klíkuskap og sérmeđferđ útvalinna í ţjóđfélaginu. Skemmst er ađ minnast ţingkosninganna í fyrra sem urđu af sömu ástćđu. Panama skjölin drógu fram ađ hópur fólks í ţjóđfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auđćvum sínum. Ekki var endilega um lögbrot ađ rćđa heldur fremur ađ vel tengdir og efnađir einstaklingar nutu innherjaupplýsinga um stöđu fjármálakerfisins og nýttu sér rúmt svigrúm laganna til ţess ađ flytja fé sitt milli landa í tćka tíđ. Minna má á skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis sem stađfestu ađ nokkrir stjórnmálamenn voru tengdir viđskiptabönkunum á ábatasaman hátt fyrir ţá.

Panama skjölin

Reiđi almennings vegna uppljóstrunarinnar í Panamaskjölunum varđ gífurleg og feykti tiltölulega vinsćlum forsćtisráđherra úr valdastólnum á augabragđi og ríkisstjórnin varđ ađ bođa til kosninga. Ţarna varđ opinbert ađ til er á Íslandi ţjóđfélagshópur sem deilir ekki kjörum međ öđrum landsmönnum. Ađgangur ađ upplýsingum var lykilatriđi og annađ sem almenningi varđ líka ljóst er ađ í ţessum hópi auđ- og valdamanna voru menn sem gátu ráđiđ miklu eđa jafnvel öllu um löggjöf. Ţađ er ađ sjálfsögđu mjög hentugt og skapar mikinn freistnivanda eins og ţađ heitir á frekar kurteisu máli í hagfrćđinni. Ţegar menn svo falla í freistnina ţá er ţađ hreinrćktuđ spilling á öllum tungumálum, jafnvel íslensku.

Uppreistir en ćrulausir

Ađ ţessu sinni sauđ upp úr ţegar í ljós kom ađ afbrotamenn gagnvart börnum höfđu sumir hverjir fengiđ uppreista ćru fyrr en meginregla laganna mćlir fyrir um og án stađfestrar vitneskju um betrun. Fyrir almenningi birtist máliđ ţannig ađ međ ţví ađ ţekkja réttu mennina vćri hćgt ađ fá sérmeđferđ í kerfinu og ţví var svo reynt í lengstu lög ađ leyna. Annar Engeyingurinn í ríkisstjórninni var svo gersneyddur skilningi á alvarleik málsins ađ hann var settur af sem formađur flokksins til ţess í nauđvörn ađ freista ţess ađ bjarga flokknum undan reiđi kjósenda. Í ţessari atburđarás má segja ađ kristallist átakalínurnar í ţjóđfélaginu. Ţađ er uppreisn ţjóđarinnar gegn sérstöđu og sérstakri ađstöđu útvalinna í ţjóđfélaginu sem sigla annan sjó en almenningur.

Uppreisn gegn klíkuskap

Ţađ er ekki ađeins klíkuskapur varđandi ćrumálin heldur bćtist sífellt í málafjöldann sem stađfestir ađ valdamiklir stjórnmálamenn hafa sérstakan ađgang ađ upplýsingum til ţess ađ annađ hvort ađ auđgast eđa verjast fjárhagslegum skakkaföllum.
Engeyingarnir í ríkisstjórn eru svo umsvifamiklir í viđskiptalífinu ađ furđu sćtir ađ ţeir hafi nokkurn tíma til ţess ađ sinna stjórnmálalegum skyldum sínum. Forsćtisráđherrann er ţó sýnu fremri ađ ţessu leyti.
Upplýst er ađ hann fékk áriđ 2006, ţegar allt var í vellukkunar standi 50 mkr kúlulán til ţriggja ára til ţess ađ kaupa ábatasöm hlutabréf. Skömmu fyrir hrun, ţegar innvígđir höfđu upplýsingar sem almenningur hafđi ekki um stöđu fjármálakerfisins, var skuldiđ fćrđ yfir á félag og forsćtisráđherrann losađur undan ábyrgđ. Af ţví var svo afskrifađ skuldbindingum upp á milljarđa króna.

Á ţessum tíma var núverandi forsćtisráđherra umsvifamikill á fjármálamarkađi og varđi háum fjárhćđum í fjárfestingar til skamms tíma í von um ábata. Ţađ ţarf ekki ađ stafa ofan í fólk ađ fjárfestir sem jafnfram er innsti koppur í búri í stćrsta stjórnmálaflokki landsins á ţeim tíma er ekki líklegur til ţess ađ skilja rétt á milli eigin hagsmuna og almannahags.

Svo er hart barist fyrir auđmenn og spillta valdamenn ađ sett er lögbann á frekari upplýsingar um fjármálaumsvif Engeyinganna og sérstaklega um fráfarandi forsćtisráđherra. Er nú bankaleyndin notuđ sem skálkaskjól til ţess ađ leyna sannleikanum í ađdraganda alţingiskosninga.


Borgun

Borgunmáliđ er eitt máliđ sem ţyrlar upp grunsemdum um innherjaupplýsingar fengnar í krafti ráđheraembćttis hafi veriđ nýttar til fjárhagslegs ávinnings innan ćttarinnar. Hlutur Landsbankans í Borgun var seldur á verđi sem ekki tók tillit til vitneskju um ađ verđmćti Borgunar myndi hćkka stórlega. Í Morgunblađinu kom fram í ársbyrjun 2016 ađ ríkisbankinn Landsbankinn hefđi tapađ á annan tug milljarđa króna á ţessari „handvömm“. Fyrirtćki í eigu föđurbróđur forsćtisráđherrans, sem ţá var fjármálaráđherra var ađili ađ kaupunum og hagnađist vel.

Auđvitađ er ţví haldiđ fram ađ allt séu ţetta tilviljanir. Stundum má trúa ţví ađ svo hafi veriđ. En ţađ ţarf mikla trú til ţess ađ afneita öllum ţeim málum sem komiđ hafa upp og varđađ hafa stjórnmálamenn og viđskiptalífiđ. Nóg er komiđ af gruggugum málum. Lögbanniđ tekur steininn úr ósvífninni. Heilbrigđ stjórnmál verđa fyrst međ fullum ađskilnađi stjórnmála og viđskipta. Ţađ er krafa almennings.

Kristinn H. Gunnarsson.

Deila á Facebook

<<<
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is