head43.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Kortavelta erlendra ferđamanna: ekki er allt sem sýnist 16. júní 2017
Rannsóknarsetur ferđaţjónustunnar birti í morgun upplýsingar um veltu erlendra ferđamanna hér á landi í maí 2017. Meginniđurstađan er ađ dregiđ hafi verulega úr vextinum sé miđađ viđ sama mánuđi í fyrra. Aukningin var ađeins 7,1% en til samanburđar varđ aukningin frá apríl 2016 til apríl 2017 heil 27,7%. Ellefu mánuđina ţar á undan hefur aukningin veriđ frá 27,7% upp í 67,3%. Í ţessu ljósi verđur aukning upp á ađeins 7,1% sláandi og eđlilega stingur í augu.

En ţađ er ekki allt sem sýnist. Ţađ kemur líka frá í fréttabréfi Rannsóknarseturs ferđaţjónustunnar ađ gengi íslensku krónunnar hefur hćkkađ um 23% síđustu 12 mánuđi sé miđađ viđ viđskiptavog Seđlabanka Íslands. Gagnvart sterlingspundinu hefur krónan hćkkađ um 35% og um 20% gagnvart bandarískum dollar.

Ţetta ţýđir ađ ţađ er veriđ ađ bera saman ólíkar krónur. Krónan í maí 2017 er 23% verđmćtari en krónan í maí 2016. Eigi ađ bera saman veltuna milli ára verđur ađ bera saman jafnverđmćtar krónur. Augljóslega er krónan í ár miklu verđmćtari. Ţađ er hćgt ađ skipta henni strax yfir í erlenda mynt og ţá fćr innlendi ţjónustuađilinn, sem fékk krónuna sem greiđslu frá erlendum ferđamanni, ađ jafnađi 23% meira af erlendum gjaldeyri. Međ öđrum orđum fyrirhverja krónu í maí 2017 fćst 23% meira í ađra hönd af erlendum gjaldeyri en var í maí 2016. Kaupmáttur íslensku krónunnar erlendis hefur aukist sem ţessu nemur.

Ađ teknu tilliti til ţessa verđur verđmćtisaukningin milli ára í maí 2017 ekki 7,1% heldur 31,7%. Frá sjónarhóli erlenda ferđamannsins er aukningin 31,7% og frá sjónarhóli innlenda ţjónustuađilans er aukningin líka 31,7% mćlt í erlendum gjaldeyri. Kaupmáttur ţessarra aukningar innanlands hefur aukist meira en sem nemur 7,1% en kaupmáttaraukningin verđur ţó ekki svo mikiđ sem 31,7% ţar sem sumir innlendir kostnađarliđir, einkum laun, hafa hćkkađ umfram verđlag.

Niđurstađan er ţví sú ađ aukning kortaveltunnar í maí 2017 miđađ viđ maí 2016 er ríflega 30% mćlt í erlendum gjaldeyri. Ţá aukingu má raungera međ ţví ađ skipta krónunum í erlendan gjaldeyri. Til viđbótar hefur verđlag hćkkađ í íslenskum krónum. Verđlag veitingahúsa hefur hćkkađ um 4% og verđ á pakkaferđum hefur hćkkađ um 3%. Ţví má svo ekki ađ lokum gleyma ađ tölurnar sýna áframhaldandi verulega verđmćtisaukningu, ekki samdrátt.


Deila á Facebook
<<<
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is