head14.jpg
Forsķša
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggšamįl
Sjįvarśtvegsmįl
Utanrķkismįl
Heilbrigšis/velferšarmįl
Samgöngumįl
Mennta- og skólamįl
Efnahags- og skattamįl
Almenn stjórnmįl
Deila į Facebook

Eina į kollótta. 25. febrśar 2006.
Ķ Landnįmu segir frį žvķ aš Žurķšur sundafyllir hafi numiš land ķ Bolungavķk, sett Kvķarmiš ķ mynni Ķsafjaršardjśps og tekiš eina į kollótta ķ leigugjald af hverjum sem nżtti mišin. Žetta eru lķklega elstu heimildir um aušlindagjald į Ķslandi. Žęr bera meš sér aš landeigandi gat innheimt gjald fyrir afnot af nęrliggjandi mišum.

Nś mį heita aš almenn samstaša sé um žaš sjónarmiš aš aušlindir lands og sjįvar séu žjóšareign. Gildir žaš um fiskistofnana, jaršhitann og fallvötnin. En vaxandi fylgi er viš aš hagnżting aušlindarinnar eigi aš styrkja atvinnulķf og byggš ķ žeim landsfjóršungi sem hśn er. Fyrir 15-20 įrum var žaš helsta verkefni žįverandi išnašarrįšherra aš fį erlend fyrirtęki til žess aš reisa og reka įlver į Keilisnesi. Orkuna įtti aš sękja til Austurlands meš Kįrahnjśkavirkjun og flytja hana sķšan žvert yfir landiš til Sušurnesja.

Žaš var hins vegar pólitķsk įkvöršun aš falla frį žeim įformum og įkveša aš orkan ķ fallvötnunum Austfirsku yrši nżtt į Austurlandi meš stašsetningu įlvers žar. Žjóšin nżtur góšs af afrakstrinum af sölu orkunnar en Austfiršingar hafa mesta įvinninginn af įlverinu, žar sem žaš eykur fjölbreytni atvinnulķfs svęšisins og fjölgar störfum svo um munar. Fyrir vikiš mun ķbśunum fjölga. Žaš mętti segja aš Austfiršingar taki eina į kollótta ķ afgjald fyrir afnotin af aušlindinni žeirra.

Nś setja Žingeyingar fram žį kröfu aš hagnżting jaršhitans ķ sżslunni fari fram žar, en ekki ķ öšrum hérušum landsins. Žarna gildir ķ raun žaš sama og į Austurlandi. Žjóšin mun hagnast į sölu jaršhitans til atvinnustarfsemi og atvinna og bśseta ķ Žingeyjarsżslum mun styrkjast vegna įlversins. Žaš er sanngjörn krafa Žingeyinga aš fį sķna kollóttu į ķ afgjald fyrir aušlindanżtinguna.

Ešlilegt er aš lįta žessi pólitķsku višhorf nį til upphafsins, nżtingu fiskimiša landsins. Žaš veršur helst gert meš žvķ aš ętla śtgeršarstöšum hlut af atvinnustarfseminni ķ sjįvarśtvegi. Einfaldasta leišin er sś elsta, aš žeir sem nżta aušlindina greiši afgjald ķ nęrliggjandi sveitarsjóš. Žannig fįi ķbśarnir sitt afgjald rétt eins og žegar vatnsorkan og jaršhitinn eru hagnżtt. Į hverju įri eru greiddir milljaršatugir króna fyrir ašganginn aš fiskimišunum og fer fjįrhęšin vaxandi. Sanngjarnt er aš "į kollótt" renni til nęrliggjandi byggšarlaga og peningarnir nżtist til žess aš styrkja atvinnustarfsemi og bśsetu žar.

Žaš er svo śtfęrsluatriši hvaša leiš er farin til žess aš nį žessu fram. Žrjįr leišir koma til greina ķ fljótu bragši. Sś fyrsta aš rķkiš leigi og selji veišiheimildirnar og andviršiš skiptist milli rķkis og sveitarfélaga. Önnur leiš er aš greiddur verši skattur af višskiptum meš heimildirnar ķ nśverandi kerfi. Sś žrišja er aš afhenda sveitarfélögum veišiheimildir til umrįša sem žį vęri lķklega skynsamlegast aš leigja śt į markaši og tekjurnar rynnu ķ sveitarsjóš.

Meginatrišiš er aš festa ķ sessi žį stefnu aš aršurinn af nżtingu aušlinda til lands og sjįvar renni bęši til žjóšar og viškomandi landssvęšis. Festa ķ sessi gömlu stefnu Žurķšar sundafyllis.

Greinin birtist ķ Morgunblašinu 25. febrśar 2006

Netfangiš žitt:
Skrį netfang
Afskrį netfang
vķsa vikunnar ( 154) Betra vęri žetta žing
Vķsa vikunnar ( 153): Viš erum flest ķ vķgamóš
Vķsa vikunnar (152): Eitthvaš heggur kaldan kjöl
Vķsa vikunnar ( 151): Illa fenginn aušinn žinn
Vķsa vikunnar ( 150): Ętķš sé žķn gata greiš
Vķsa vikunnar ( 149): Lśiš hef ég bakiš beygt
Vķsa vikunnar(148) : Góšra vina hylli hljóttu
Vķsa vikunnar ( 147): Djśpmanna dug og elju
Vķsa vikunnar ( 146): Sęll ég skynja landsins tungumįl
Vķsa vikunnar ( 145): Nś er undir sól aš sjį
Vķsa vikunnar ( 144): Ég leita žķn vor
Vķsa vikunnar (143): Ķhaldsins er nś senn
Vķsa vikunnar ( 142): Senn mun blįna himinn hįr
Vķsa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grįna fjöll
Vķsa vikunnar (140): Aušstétt brżtur ofan frį

Skoša eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is