head21.jpg
Forsķša
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggšamįl
Sjįvarśtvegsmįl
Utanrķkismįl
Heilbrigšis/velferšarmįl
Samgöngumįl
Mennta- og skólamįl
Efnahags- og skattamįl
Almenn stjórnmįl
Deila į Facebook

Žjóšin tortryggir sölu Sķmans. 10. aprķl 2005.
Fyrir 4 įrum samžykkti Alžingi lög um sölu Sķmans. Meginefni laganna er įkaflega stutt: Heimilt er aš selja allt hlutafé rķkissjóšs ķ Landssķma Ķslands hf.
Žar meš var mįliš śr höndum Alžingis. Formlega fer fjįrmįlarįšherra meš forręši mįlsins, en nefnd fjögurra rįšherra og sérstök nefnd, framkvęmdanefnd um einkavęšingu , annast framkvęmdina.

Einkavęšing Landssķmans var žį umdeild innan Framsóknarflokksins og er enn. Žingflokkur framsóknarmanna samžykkti söluna į sķnum tķma meš sérstakri bókun, og setti žar įkvešin skilyrši fyrir sölunni. Viš žau skilyrši, sem lśta m.a. aš uppbyggingu dreifikerfisins, veršur aš standa.

Mikil andstaša framsóknarmanna.

Žaš er greinilegt aš nokkurrar tortryggni gętir af hįlfu almennings til sölunnar. Ķ sķšasta mįnuši birti Gallup nišurstöšur könnunar um višhorf žjóšarinnar til sölu Sķmans. Ašeins 42% eru hlynnt sölu en 46% eru andvķg. Ašeins einn aldurshópur er hlynntur sölu, nęstyngsti hópurinn 25 – 34 įra. Ķ öllum aldurshópum frį 35 įra aldri og upp ķ 75 įra eru fleiri andvķgir sölu en fylgjandi. Mest er andstašan į aldrinum 55 – 75 įra, žar eru 57% andvķg sölu og ašeins 35% eru hlynnt.

Mikil andstaša er mešal framsóknarmanna samkvęmt könnuninni. Fyrir hvern einn sem styšur sölu eru tveir sem eru andvķgir, 27% framsóknarmanna styšja, en 53% eru andvķgir. Ašeins stušningsmenn Vinstri gręnna eru sölunni andvķgari en framsóknarmenn. Žessi nišurstaša er svipuš og kom fram ķ könnun sem Gallup gerši fyrir tveimur įrum um sama efni fyrir žingflokk Vinstri gręnna.

Žetta er įhyggjuefni fyrir okkur framsóknarmenn. Andstaša kjósenda okkar viš sölu Sķmans er nś er sś sama og var viš fjölmišlalögin į sķšasta įri. Žaš mįl varš ekki til žess aš styrkja flokkinn žegar upp var stašiš, svo mikiš er vķst. Viš getum ekki veriš aš ganga ķtrekaš gegn eindregnum vilja stušningsmanna okkar. Viš veršum aš įtta okkur į vilja almennings ķ mįlinu og žeim skilabošum sem stušningsmenn okkar eru aš senda.

Sala Sķmans er į landsvķsu stęrra mįl en stašarval fyrir stórišju į Noršurlandi og ķ žvķ mįli er jafnmikilvęgt aš hafa hlišsjón af almennum vilja eins og ķ stašarvalinu. Žarna er ég aš vķsa til žess aš Išnašarrįšuneytiš hefur fengiš Gallup til žess aš kanna afstöšu ķbśanna į žremur svęšum į Noršurlandi til stórišju. Ég er ekki aš gagnrżna rįšuneytiš, žvert į móti, er ég aš benda į aš einnig ķ sölu Sķmans eigi aš horfa til višhorfs almennings.

Hver er įvinningur almennings ?

Til žess aš vinna fylgi viš sölu Landssķmans, žarf aš mķnu mati aš sżna fram į įvinning almennings af henni. Einkavęšingin žarf aš leiša til lęgra veršs eša betri žjónustu, best er aš hvort tveggja gerist. Til žess aš svo verši žarf aš verša samkeppni į žessum markaši og uppbygging į dreifikerfinu, bęši hvaš varšar gsm sķma og gagnaflutninga, nįi til dreifbżlisins og vegakerfisins.

Fyrir liggja nś fremur almennar yfirlżsingar stjórnvalda um uppbygginguna į fjarskiptakerfinu, m.a. meš nżrri fjarskiptaįętlun sem lögš hefur veriš fram. Žęr yfirlżsingar žurfa aš vera nįkvęmari og fastbundnari. Gangi žaš eftir mun tiltrś almennings aukast į žvķ aš žjónustustigiš muni raunverulega aukast eins og aš er stefnt.

Stašan į fjarskiptamarkašnum er ķ grófum drįttum sś aš Sķminn er meš um 75% markašshlutdeild og Og Vodafone meš um fjóršung. Alger forsenda žess aš einhver alvöru samkeppni geti oršiš er aš keppinautar Sķmans eigi fullan og óskorašan ašgang aš dreifikerfi Sķmans, en žaš er eina dreifikerfiš sem nęr um landiš. Žess vegna hafa hįvęrar raddir veriš um žaš aš skilja grunnnet Sķmans frį og hafa žaš ķ sér fyrirtęki.

Į žessu atriši veltur framtķš mįlsins aš mķnu mati. Ef samkeppnisašilar Sķmans geta ekki nżtt grunnnet fyrirtękisins fyrir višskiptavini sķna žį veršur ekki alvöru samkeppni, žį veršur veršlagiš hęrra og žį munu allir tapa į einkavęšingunni. Nżir eigendur Sķmans munu örugglega taka eins hįtt verš fyrir žjónustu fyrirtękisins og žeir komast upp meš, sérstaklega žar sem žeir hafa žį greitt tugi milljarša króna fyrir kaupin į Sķmanum og aušvitaš veršur žaš višskiptavinurinn sem fęr reikninginn.

Einkavęšing sem leišir til fįkeppni og žess aš okraš veršur į almenningi hefur algerlega mistekist og žaš mį ekki gerast. Žį er verr af staš fariš en heima setiš. Ég hugsa aš tortryggni žjóšarinnar ķ mįlinu eigi rętur sķnar aš rekja einmitt til vantrśar į žvķ aš samkeppnin verši. Žjóšin er engan vegin sannfęrš um įvinning sinn af einkavęšingunni og óttast aš žurfa aš borga meir en įšur.

Netfangiš žitt:
Skrį netfang
Afskrį netfang
vķsa vikunnar ( 154) Betra vęri žetta žing
Vķsa vikunnar ( 153): Viš erum flest ķ vķgamóš
Vķsa vikunnar (152): Eitthvaš heggur kaldan kjöl
Vķsa vikunnar ( 151): Illa fenginn aušinn žinn
Vķsa vikunnar ( 150): Ętķš sé žķn gata greiš
Vķsa vikunnar ( 149): Lśiš hef ég bakiš beygt
Vķsa vikunnar(148) : Góšra vina hylli hljóttu
Vķsa vikunnar ( 147): Djśpmanna dug og elju
Vķsa vikunnar ( 146): Sęll ég skynja landsins tungumįl
Vķsa vikunnar ( 145): Nś er undir sól aš sjį
Vķsa vikunnar ( 144): Ég leita žķn vor
Vķsa vikunnar (143): Ķhaldsins er nś senn
Vķsa vikunnar ( 142): Senn mun blįna himinn hįr
Vķsa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grįna fjöll
Vķsa vikunnar (140): Aušstétt brżtur ofan frį

Skoša eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is