head39.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Engin skólagjöld 28. október 2004

Stefna Framsóknarflokksins er skýr varđandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samţykkt síđasta flokksţings, sem haldiđ var í febrúar 2003, segir orđrétt um ţetta: "Almenn skólagjöld verđi ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum".

Spyrja má, nćr afstađa flokksins ađeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla ţannig ađ varđandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eđa hafi a.m.k. ekki hafnađ ţeim. Svariđ er ótvírćtt nei viđ báđum spurningunum. Flokksţingiđ vísađi frá tillögu um ađ bćta viđ orđunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefđi ţá hljóđađ: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefđi dregiđ úr ađaltillögunni, ţannig ađ hún vćri ekki eins víđtćk og afdráttarlaus. Andstađan viđ breytingartillöguna var svo mikil ađ ekki var heimilađ ađ mćla fyrir henni og ekki mátti rćđa hana í umrćđunum, tillögunni var umsvifalaust vísađ frá međ dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viđstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöđu er ekki hćgt ađ sýna til málsins.

Stađan er ţá sú ađ hendur forystumanna flokksins og ţingmanna eru algerlega bundnar í ţessu máli. Ţeir geta ekki hvikađ frá samţykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki bođuđ skólagjöld og reyndar hvergi á ţau minnst. Ţar stendur ađ međal helstu markmiđa ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu séu: ađ tryggja öllum jöfn tćkifćri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samţykktur í miđstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til ţess ađ víkja frá samţykktri stefnu flokksţingsins 2003.

Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til ţess ađ taka upp skólagjöld í sameinuđum háskóla Tćkniháskólans og Háskóla Reykjavíkur ? Verđi nýi háskólinn ríkisrekinn er svariđ skýrt og ótvírćtt nei. Flokkurinn getur ekki stađiđ ađ ţví nema ţá ađ sćkja áđur nýja stefnu til nćsta flokksţings. Verđi nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli ţá ţarf fyrst ađ ákveđa hvort ríkiđ selji Tćkniháskólann eđa eigi hann áfram og leggi skólann međ gögnum og gćđum inn í nýjan skóla sem yrđi til úr ţeim báđum. Ef ríkiđ selur Tćkniháskólann er um dćmigerđa einkavćđingu ađ rćđa og ţađ er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefiđ undir fótinn međ einkavćđingu í skólakerfinu og ţađ á eftir ađ ákveđa stefnuna. Niđurstađan er ţá ađ flokkurinn getur ekki stađiđ ađ slíku nú. Ţá er ţađ síđasti kosturinn, sameinađur skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samţykkt flokksţings međ ţeirri leiđ, en ég held ađ fćstum muni blandast hugur um ađ ţar vćri ađeins veriđ ađ fara í kringum samţykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dćmis međ ţví ađ sameina svo Verkfrćđi- og raunvísindadeild H.Í viđ hinn sameinađa skóla, eđa sameina lagadeild H.Í viđ Viđskiptaháskólann á Bifröst. Ţessi leiđ gengur ekki heldur. Niđurstađan úr öllum möguleikum er sú sama, ađ óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki stađiđ ađ ţví ađ taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld.

Kristinn H. Gunnarsson

Fréttablađiđ 28. okt. 2004

Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is