head26.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Hver er framsóknarmađur? 10. október 2004
Á heimasíđu sinni skýrir Valgerđur Sverrisdóttir ađild sína ađ ţeirri ákvörđun ađ útiloka mig frá störfum fyrir ţingflokks Framsóknarmanna innan ţings sem utan. Telur hún ađ ákvörđunin ţurfi ekki ađ koma neinum á óvart "ţegar atburđir síđustu mánađa og ára eru hafđi í huga" og vísar svo til ţess ađ "stefna Kristins hefur veriđ á skjön viđ meginstefnu flokksins í mikilvćgum málaflokkum svo sem atvinnumálum, efnahagsmálum, utanríkismálum". Klykkir hún svo út međ ţví ađ hún geti ekki krafist ţess ađ ég sé og verđi framsóknarmađur, ţađ ákveđi ég sjálfur.

Ađeins 61% tryggđ kjósenda flokksins
Ég hef skođađ afstöđu stuđningsmanna Framsóknarflokksins í 6 stórum og umdeildum málum. Í ţeim öllum fara viđhorf meirihluta stuđningsmannanna saman viđ mín sjónarmiđ. Hins vegar held ég ađ í ţeim öllum séu skođanir Valgerđar í minnihluta og oft í verulegum minnihluta. Skyldi Valgerđur segja ađ stuđningsmenn flokksins séu ekki framsóknarmenn eđa hefur ţađ breyst svo, sem felst í ţví ađ vera framsóknarmađur ađ mati Valgerđar, ađ framsóknarmennirnir hafa ekki áttađ sig á ţví og eru ađ verđa viđskila viđ prókúruhafa Hinnar Réttu Skođunar Flokksins. Ég tek eftir ţví ađ í rannsóknum Gallup kemur fram ađ svonefnd tryggđ kjósenda viđ stjórnmálaflokka er minnst viđ Framsóknarflokkinn og hefur nánast hruniđ á síđustu árum. Í ágúst 2002 birtir Gallup athugun og ţar er tryggđ kjósenda flokksins ađeins 75,6% miđađ viđ kosningarnar 1999 og er sú lćgsta af öllu flokkum. Hinn stjórnarflokkurinn nýtur ţá stuđnings 91,6% kjósenda sinna. Tveimur árum síđar, ágúst 2004, kemur önnur könnun á ţví sama. Ţá ćtla ađeins 61,0% ţeirra sem kusu flokkinn í fyrra ađ styđja hann nú. Tryggđin er hins vegar miklu hćrri hjá Sjálfstćđisflokknum eđa 84,6%.. Hvers vegna eru kjósendurnir ađ yfirgefa flokkinn í miklu meira mćli en hjá öđrum flokkum og hvers vegna er stađan svona góđ hjá hinum stjórnarflokknum ? Augljóst, Framsóknarflokkurinn er ađ standa ađ ákvörđunum sem kjósendur flokksins eru ósáttir viđ en ţćr ákvarđanir falla á hinn bóginn kjósendum Sjálfstćđisflokknum vel í geđ.

Kjósendur og Kristinn sammála
Ég hef beitt mér fyrir breytingum á kvótakerfinu en Valgerđur stađiđ á móti. Gallup upplýsir í síđasta mánuđi ađ ađeins 39% stuđningsmanna flokksins styđji óbreytt kerfi, 53% ţeirra vilja breyta ţví og 8% leggja ţađ niđur. Fyrir tveimur árum gerđi Gallup könnun um sölu Símans, 64% stuđningsmanna flokksins vildi ekki selja. Ađeins 9% stuđningsmanna flokksins studdu stríđ viđ Írak og 54% vildi ekki stríđ undir neinum kringumstćđum. sbr. Gallup í febrúar 2003. Samt var tekin ákvörđun sem ađeins 9% stuđningsmanna flokksins studdu. Í mars 2003 sýnir könnun Fréttablađsins ađ 63% kjósenda flokksins eru andvígir ákvörđun ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu. Í fjölmiđlamálinu var ríkisstjórnin í miklum minnihluta samkvćmt öllum könnunum og í gegnum allar útgáfur málsins. Í júlí voru ađeins 36% kjósenda flokksins sem ćtluđu ađ stađfesta fjölmiđlalögin en 53% kjósendanna ćtluđu ađ greiđa atkvćđi gegn lögunum. 'Aform ríkisstjórnarinnar um ađ setja skilyrđi um aukinn meirihluta til ţess ađ fella lögin úr gildi studdu ađeins 32% kjósenda flokksins en 62% ţeirra voru andvígir. Ákvörđun forseta Íslands um ađ synja um stađfestingu á lögunum studdu 51% kjósenda flokksins en ađeins 40% voru á móti. Fleiri mál get ég nefnt svo sem afstöđu til ađildar ađ Evrópusambandinu, einkarekstur í heilbrigđiskerfinu og framkvćmd jafnréttissamţykkta flokksins. Í öllum ţessum málum tel ég međ rökum ađ afstađa mín sé í góđu samrćmi viđ vilja meirihluta stuđningsmanna flokksins.
Ţeir eru margir sem eru mjög hugsi yfir ţví hvert stefnir međ lýđrćđiđ eftir átök undanfarins árs, ţar sem ríkisstjórnin hefur veriđ helsti gerandinn. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarđarsveit og áđur ađstođarmađur landbúnađarráđherra flutti góđa hátíđarrćđu 17. júní sl. í Borgarnesi. Hann velti ţessu fyrir sér og sagđi m.a.: "Lýđrćđi er ekki síđur menning en stjórntćki. Ţeir sem fara hverju sinni međ vald verđa ađ hlusta. Ţađ dugir ekki lengur ađ tala og gera lítiđ úr skođunum annarra sem e.t.v. eru manni ekki sammála. Í Íraksmálinu var ekki hlustađ og í raun virđist enginn hafa tekiđ ţessa ákvörđun. Máliđ var ekki rćtt á Alţingi og fólkiđ í landinu fékk ekki ađ tjá sig. Hér voru gerđ mikil mistök sem endurspeglast í ţeirri stöđu sem nú er uppi ađ forseti lýđveldisins neitar ađ stađfesta lög er varđa eignarhald á fjölmiđlum." Er ţetta ekki kjarni málsins, menn ţurfa ađ gera meira af ţví ađ hlusta og minna af ţví skipa fyrir.

Mbl. 10. okt. 2004

Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is