head15.jpg
Forsķša
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggšamįl
Sjįvarśtvegsmįl
Utanrķkismįl
Heilbrigšis/velferšarmįl
Samgöngumįl
Mennta- og skólamįl
Efnahags- og skattamįl
Almenn stjórnmįl
Deila į Facebook

Fjašralaus flżgur lįgt - 29. aprķl 2003
Samgöngurįšherra sendir mér tóninn vegna fréttar um lengingu Žingeyrarflugvallar. Er honum mest ķ mun aš koma į framfęri žeirri skošun sinni aš ég hafi ekkert komiš aš įkvöršun um lenginguna og skreyti mig meš fjöšrum annarra, ž.e.a.s. hans sjįlfs.
Vandinn ķ žessari samlķkingu rįšherrans er aš hann hefur engar fjašrir af sig aš skreyta ķ mįlinu. Hann er fjašralaus fyrir og til lķtils aš reyta af honum žaš sem ekkert er.
Stašreyndir ķ mįlinu eru žessar: Ķ tillögunni sem rįšherrann lagši fyrir Alžingi er ekki gert rįš fyrir lengingu Žingeyrarflugvallarins. Žar er sagt aš mįliš sé ķ athugun og frumhönnun hafin til žess aš geta metiš kostnaš viš framkvęmdina. Segir svo aš verši um lengingu aš ręša verši ekki hęgt aš rįšast ķ framkvęmdina fyrr en į įrunum 2007-2010. Ķ umręšum sagši rįšherrann aš aš loknum rannsóknum ętti aš undirbśa lengingu viš endurskošun į įętluninni eftir tvö įr. Tillaga rįšherrans var skżr: ekki yrši rįšist ķ lengingu nęstu 4 įr.
Žaš er lķka stašreynd aš ég tók mįliš upp į Alžingi og žaš uršu ekki ašrir til žess. Žaš mį vera aš einhver hafi tekiš mįliš upp į öšrum vettvangi, žaš veit ég ekki. En mįliš var rętt innan žingflokks Framsóknarmanna og tillaga um aš rįšast strax ķ lenginguna kom frį samgöngunefnd Alžingis, ekki samgöngurįšherra. Hverjum manni er ljóst aš žeir sem tala fyrir mįli eru lķklegri til žess aš koma žvķ įfram en hinir sem gera žaš ekki.

Sturla Böšvarsson segir aš fjįrmagn hafi veriš til stašar ķ tillögu hans en veriš merkt til uppbyggingar į nęturflugsbśnaši viš flugbrautina į Ķsafirši. Hętt hafi veriš viš žau įform og féš fęrt til lengingar flugbrautarinnar į Žingeyri.
Enga stoš er aš finna fyrir žessum fullyršingum rįšherrans. Ķ samgönguįętluninni sem hann lagši fram er engin fjįrveiting til nęturflugs į Ķsafirši, enda veit ég ekki betur en aš žau įform hafi veriš slegin af löngu įšur. Ķ mešförum Alžingis eru geršar tvęr breytingar į flugmįlakafla įętlunarinnar. Settar eru 153 mkr. til lengingar į Žingeyri og lišlega 80 mkr. til Grķmseyjarflugvallar. Į móti žessum nżju śtgjöldum er skorin nišur fjįrveiting til ęfingaflugvalla um 250 mkr. į žessum 4 įrum 2003-2006. Nišurstašan er aš rįšherrann er fjašralaus.

Ég vil nefna annaš mįl. Fyrir žremur įrum var samžykkt sérstök jaršgangaįętlun fyrir įrin 2000-2004. Žegar žingflokkur Framsóknarmanna samžykkti mįliš fyrir sitt leyti var žaš meš žeirri breytingu aš viš rannsókn til undirbśnings jaršgangagerš į Vestfjöršum og Austfjöršum bęttust 50 mkr. hvort įr 2000 og 2001. Žaš var gert vegna žess aš viš framsóknarmenn vildum hraša įkvöršun um jaršgöng milli Dżrafjaršar og Arnarfjaršar. Samgöngurįšherrann féllst ekki į žessa breytingu og hśn nįši ekki fram aš ganga. Ég tel aš bśiš vęri aš taka įkvöršun um jaršgöngin nś ef breyting okkar framsóknarmanna hefši nįš fram aš ganga og žį hefši veriš gert rįš fyrir fjįrmagni til framkvęmda ķ nżsamžykktum samgönguįętlunum. Ég er nefninlega hręddur um aš rįšherrann sé fjašralaus ķ žessu mįli lķka og žaš valdi žessu lįgflugi hans.

Kristinn H. Gunnarsson


Netfangiš žitt:
Skrį netfang
Afskrį netfang
vķsa vikunnar ( 154) Betra vęri žetta žing
Vķsa vikunnar ( 153): Viš erum flest ķ vķgamóš
Vķsa vikunnar (152): Eitthvaš heggur kaldan kjöl
Vķsa vikunnar ( 151): Illa fenginn aušinn žinn
Vķsa vikunnar ( 150): Ętķš sé žķn gata greiš
Vķsa vikunnar ( 149): Lśiš hef ég bakiš beygt
Vķsa vikunnar(148) : Góšra vina hylli hljóttu
Vķsa vikunnar ( 147): Djśpmanna dug og elju
Vķsa vikunnar ( 146): Sęll ég skynja landsins tungumįl
Vķsa vikunnar ( 145): Nś er undir sól aš sjį
Vķsa vikunnar ( 144): Ég leita žķn vor
Vķsa vikunnar (143): Ķhaldsins er nś senn
Vķsa vikunnar ( 142): Senn mun blįna himinn hįr
Vķsa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grįna fjöll
Vķsa vikunnar (140): Aušstétt brżtur ofan frį

Skoša eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is