head41.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Frjálslyndir ćvintýramenn - 22. apríl 2003

Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerđ var fyrir Morgunblađiđ kom í ljós ađ ţau tvö mál sem skipta kjósendur mestu máli eru skattamál og velferđarmál.Ţađ er sérstaklega athyglisvert ađ skođa málflutning Frjálslynda flokksins í ţessum tveimur stóru málaflokkum.

Skattalćkkun um 50 milljarđa króna
Í skattamálum eru tvö ađalmál, hćkkun persónuafsláttarins og annađhvort afnám tekjutengingar á barnabótum eđa 10 ţús. kr. persónuafsláttur međ hverju barni undir 16 ára aldri. Í viđtali viđ Mbl. sunnudaginn 20. apríl nefnir formađur flokksins, Guđjón Arnar Kristjánsson, 10 ţús. kr. hćkkun persónuafsláttarins, en á vefsíđu flokksins er upplýst ađ stefna flokksins er ađ hćkka persónuafsláttinn á tveimur árum í 46.000 kr. á mánuđi sem ţýđir liđlega 19 ţús. kr. hćkkun. Ţetta eru kostnađarsamar breytingar, 10 ţús. kr. persónuafsláttur fyrir hvert barn undir 16 ára aldri kostar u.ţ.b. 8 milljarđa króna á ári, ef hann nýtist ađ fullu og hćkkun persónuafsláttarins um 10 ţús kr. kostar ríkiđ um 22 milljarđa króna og hćkkun um 19 ţús. kr. kostar um 42 milljarđa króna á ári. Árlegur kostnađur viđ tillögur Frjálslynda flokkins eru um 30 milljarđar króna strax á nćsta ári og hćkkar í um 50 milljarđa króna áriđ 2005 og er ţá ekki lagt mat á ađrar tillögur um velferđarútgjöld og lćkkun skatta sem flokkurinn bođar. Ţetta er svipuđ fjárhćđ og nú fer til allra heilbrigđismála; sjúkrahúsa, heilsugćslustöđva, hjúkrunarheimila o.s.frv. Ţótt tillögurnar séu ágćtar og hugurinn efalaust góđur ţá er ţetta glórulaus ćvintýramennska í fjármálum ríkisins sem mun leiđa af sér verđbólgu og óstöđugleika á nýjan leik. Tillögurnar slá út loforđaflaum Sjálfstćđisflokkins og er ţá langt til jafnađ.
Ekki síđur er ástćđa til ađ hafa áhyggjur af ábyrgđarleysi eđa kćruleysi í ríkisfjármálum. Formađur flokksins virđist ekki hafa gert sér grein fyrir fyrir kostnađi af hćkkun persónuafsláttarins og vanáćtlađi hann verulega. Taldi Guđjón Arnar ađ kostnađur af 10 ţús. kr. hćkkun vćri 10 milljarđar króna ţegra hiđ rétta er 22 milljarđar króna. Viđbrögđ hans voru í viđtali viđ RÚV telja kostnađinn lćgri ţar sem talsverđur hluti útgjaldanna kćmi aftur til ríkisjóđs vegna tekna ríkissjóđs af veltusköttum. Í Morgunblađsviđtalinu telur formađurinn ađ kostnađur viđ 30 milljarđa króna útgjöld sé ekki nema 14 milljarđar króna.Svona geta ábyrgir stjórnmálamenn ekki talađ eđa heldur Guđjón Arnar virkilega ađ hćgt sé ađ auka útgjöld ríkissjóđs t.d. um 100 milljarđa króna og ađ einungis ţurfi ađ afla tekna fyrir tćpum helming útgjaldanna ? Svona ábyrgđarleysi verđur ađeins leyst međ seđlaprentun og af henni leiđir verđbólga. Skattastefna Frjálslyndra er ađför ađ efnahagslegum stöđugleika. Ţađ er líklega eins gott ađ fjármálasnillingarnir í Frjálslynda flokknum komist ekki í fjármálaráđuneytiđ.

Velferđarmál 9 milljarđar kr.
Umfjöllun Frjálslyndra um velferđarmál ber ţess merki ađ sjávarútvegsmálin eru höfuđmál flokksins og stefna ţeirra er stuttaraleg. Í raun vísa ţeir ađeins til velferđartillagana ASÍ og segjast taka undir ţćr ađ miklu leyti. Ákaflega lítiđ fer fyrir eigin framlagi ţeirra í ţessum málaflokki sem kjósendur telja svo mikilvćgan. Međ ţessu er engan veginn gert lítiđ úr tillögum ASÍ heldur er veriđ ađ benda á ađ áhugasviđ Frjálslynda flokksins liggur ekki í velferđarmálum. Kostnađur viđ tillögur Alţýđusambandsins er áćtlađur af ţeim sjálfum um 9 milljarđar króna, sem verđur ađ teljast mjög varleg áćtlun svo ekki sé meira sagt.
Samanlagđur kostnađur viđ tillögur Frjálslynda flokksins í skatta- og velferđarmálum er um 60 milljarđar króna á ári, ţegar ţćr eru ađ fullu komnar til framkvćmda. Engin tillaga um tekjuöflun er í málefnaskrá Frjálslynda flokksins fyrir ţessar kosningar. Ţađ er ekki nokkur leiđ ađ hrinda ţessum loforđum í framkvćmd án ţess ađ missa öll tök á fjármálum hins opinbera, sem mun leiđa til óđaverđbólgu. Frjálslyndir eru sannkallađir ćvintýramenn í efnahagsmálum, ţar róa ţeir á pólitísku sóknarmarki.

Kristinn H. Gunnarsson
Mbl. 22. apríl 2003

Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is