head04.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Öngstrćti frjálslyndra - 14. apríl 2003

Eđlilegt er ađ láta sig sjávarútvegsmál miklu varđa og ég er í hópi ţeirra sem gagnrýni núverandi stjórn fiskveiđa. Kerfiđ leiđir af sér ósanngjarna eignamyndun, samţjöppun veiđiheimilda, veldur byggđaröskun vegna ţess ađ nýliđun er nánast ógerleg og hefur ekki byggt upp fiskistofnana eins og til var ćtlast, sérstaklega ţorskstofninn. Ţjóđin er líka ósátt viđ kerfiđ eins og nýleg könnun Fréttablađsins leiđir í ljós, liđlega 80% svarenda eru andvígir ţví. Ţá er máliđ í 3. sćti yfir ţau mál sem kjósendur láta ráđa afstöđu sinni til stjórnmálaflokka skv. könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblađiđ.
Frambjóđandi Frjálslynda flokksins í Norđvesturkjördćmi skrifađi grein í Mbl. í síđustu viku, lýsti sig sammála greiningu minni á vandanum í kerfinu og skorađi á mig ađ kynna mér stefnu hans flokks. Ţađ hef ég gert og ég verđ ađ segja ađ lausnir ţćr sem Frjálslyndi flokkurinn býđur upp á eru ekki trúverđugar og enda í öngstrćti sem minna um margt á núverandi kerfi. Almennt má ţó segja um sóknarstýringu ađ hún hefur ţann kost ađ brottkast hverfur og ađ veiddur afli kemur á land. Ţađ er góđ breyting.
Takmarkađur fjöldi veiđileyfa
Megintillaga Frjálslyndra er ađ fara í sóknarstýringu og takmarka fjölda báta međ veiđileyfum. Mér er mjög til efs ađ ţessi leiđ gangi. Hćstaréttardómur féll fyrir rúmum 4 árum í svonefndu Valdimarsmáli og greining á dómnum leiddi í ljós ađ taliđ er óheimilt ađ takmarka ţann fjölda báta sem haldiđ er til veiđa. Lögum var breytt ţannig ađ allir bátar sem uppfylla almenn skilyrđi fá veiđileyfi, en skiliđ er á milli veiđileyfis og veiđiheimilda. Hvernig ćtlar Frjálslyndi flokkurinn ađ komast framhjá Hćstaréttardómnum ? Mér sýnist ađ ţađ verđi fyrst ađ breyta stjórnarskránni og taka af öll tvímćli um heimild til ţess ađ stjórna fiskveiđum međ ţví ađ takmarka stćrđ og fjölda skipa.
Nýliđun ómöguleg
Takmörkun veiđileyfa og útgáfa sóknardaga leiđir af sér sama vanda og er í núverandi kerfi. Nýir ađilar verđa ađ afla sér veiđileyfis og kaupa ţađ vćntanlega af einhverjum sem fyrir er og nýr ađili ţarf líka ađ kaupa sér daga af einhverjum sem hefur ţá undir höndum. Verđlagningin á ţessum réttindum verđur međ sama hćtti og í núverandi kvótakerfi enda lokađur hópur sem hefur réttindin í báđum kerfunum og líklega sami hópurinn. Reyndar er ekki ljóst í tillögum Frjálslyndra hvort útgerđarmenn megi framselja veiđileyfi og daga og ef framsal á ađ vera óheimilt ţarf ađ útskýra hvernig nýliđun geti átt sér stađ og hvernig verđmyndun verđur á réttindunum.
Engin takmörkun á sóknargetu
Ekkert í tillögum Frjálslyndra sem takmarkar vaxandi sóknargetu einstakra báta. Sóknarkerfi án slíkra takmarkana er dćmt til ađ springa í loft upp.
Misvísandi tillögur
Ósamrćmi og innri mótsagnir er víđa ađ finna í stefnu Frjálslyndra. Skipta á flotanum í fjóra flokka. Ţrír eiga ađ vera í sóknarkerfi en einn áfram í framseljanlegu aflamarkskerfi og um ţann flokk segir: "Einnig má benda á ađ margt bendir til ţess ađ mögulegt sé ađ stjórna veiđum ţar sem svo til eingöngu er veriđ ađ veiđa eina tegund á hverjum tíma, međ kvótum." Ţessi röksemd á viđ um flestar veiđar eins og t.d. línu- og handfćraveiđar sem Frjálslyndir leggja til ađ verđi í sóknarkerfi. Ţarna vega ţeir sjálfir ađ undirstöđu eigin stefnu og nú skiptir brottkastiđ ekki lengur máli.
Einn útgerđarflokkurinn á ađ greiđa aflagjald og ţeim útgerđum er gert skylt ađ selja fisk sinn á fiskmarkađi en hinir ţrír útgerđarflokkarnir eru undanţegnir ţessum gjöldum og kvöđum.
Ađeins tveir útgerđarflokkar eru ákvarđađir međ útgáfu veiđileyfa en hinir tveir flokkarnir takmarkađir viđ ţćr útgerđir sem eru í dag í viđkomandi flokkum.
Niđurstađan er sú ađ Frjálslyndi flokkurinn á langt í land međ ađ móta trúverđuga stefnu sem leysir úr ţeim vanköntum sem vissulega eru á kvótakerfinu. Ţeir hafa ekki lausnir á takteinum í helsta máli sínu. Ţeir fá falleinkunn.
Kristinn H. Gunnarsson
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is