head22.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Hafró frá hagsmunaađilum - 24. febrúar 2003
Alţingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp mitt ţar sem lagt er til ađ flytja ţau verkefni frá sjávarútvegsráđuneyti til umhverfisráđuneyti sem lúta ađ hafrannsóknum, friđun og ákvörđun um heildaraflamark úr einstökum fiskistofnum. Samhliđa er gert ráđ fyrir ađ yfirstjórn Hafrannsóknarstofnunar flytjist milli ráđuneyta til umhverfisráđuneytis. Umhverfisráđherra mun ákvarđa heildaraflamark ár hvert og ráđuneytiđ hafa yfirumsjón međ rannsóknum og gera tillögur varđandi almennt skipulag veiđa innan efnahagslögsögunnar, ekki síst ţćr er tengjast hafsbotninum. Ţá mun ţađ veita ráđgjöf um friđunarađgerđir og notkun veiđafćra, jafnframt ţví ađ setja almennar reglur um notkun veiđarfćra. Sjávarútvegsráđuneytiđ mun áfram annast stjórn fiskveiđa ađ öđru leyti og hafa yfirumsjón međ eftirliti međ veiđum og mati á sjávarafurđum.
Nauđsynlegt er ađ gera umrćdda breytingu og leggja ţannig ríkari áherslu en veriđ hefur á umhverfisţátt rannsókna og stjórn á álagi viđ hagnýtingu auđlindarinnar. Ekki er eđlilegt ađ hagsmunaađilar geti ráđiđ miklu um ákvörđun sem varđar ţá miklu fjárhagslega. ţegar í húfi eru náttúruauđlindir sem ţjóđin byggir afkomu sína á í svo miklum mćli sem raun ber vitni. Ţessi tillaga er liđur í ţví ađ fćra rannsóknar- og vísindastofnanir ríkisins undan beinum áhrifum einstakra atvinnugreina.
Mikil áhrif stjórnar
Helstu hagsmunaađilarnir eru útgerđarmenn og gildandi lög gera ráđ fyrir ađ LÍÚ tilnefni einn stjórnarmann af fimm í Hafrannsóknarstofnun. Áhrif ţeirra hafa hins vegar lengi veriđ mun meiri, nú eru tveir stjórnendur stćrstu sjávarútvegsfyrirtćkja í stjórninni. En til skamms tíma voru ţeir ţrír eđa meirihluti stjórnarinnar og ţar var einn formađur stjórnarinnar. Ţetta eru mjög mikil áhrif sérstaklega í ljósi ţess hve víđtćkt hlutverk og valdsviđ stjórnarinnar er. Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn stofnunarinnar og tekur ákvarđanir um meginatriđi í stefnu og starfi hennar. Stjórnin stađfestir reikninga stofnunarinnar, áćtlun um rannsóknarleiđangra og ţátttöku í rannsóknar- og ţróunarfyrirtćkjum. Ţá gerir stjórnir tillögu til ráđherra um skipan forstjóra og ađstođarforstjóra, um skipulag stofnunarinnar og um starfs- og fjárhagsáćtlun hennar. Ţađ er ljóst ađ stjórnin kemur ađ öllum ţáttum í starfsemi Hafrannsóknarstofnunarinnar međ beinum og óbeinum hćtti.
Ráđgjafarhlutverk ekki nćgilegt
Athyglisvert er hve mikla áherslu LÍÚ leggur á bein áhrif, sbr. yfirlýsingar framkvćmdastjóra og stjórnarformanns samtakanna nýveriđ, ţegar haft er í huga ađ lögin gera ráđ fyrir ađkomu sjávarútvegsins á Hafró í gegnum svonefnda ráđgjafarnefnd, sem á ađ fylgjast međ rekstri stofnunarinnar og vera forstjóra og stjórn til ráđuneytis. Nefndin skal fjalla um starfsáćtlun stofnunarinnar og gera tillögu um verkefnaval og starfshćtti. Hnykkt er á ţýđingu ráđgjafarnefndarinnar međ ţví ađ formađur hennar á sćti í stjórn Hafró međ málfrelsi og tillögurétti.
Hins vegar koma hagsmunaađilarnir koma sér fyrir í stjórninni og ráđgjafarnefndin hefur ekki veriđ skipuđ umlangt árabil. Lögđ er áhersla á bein áhrif og ráđgefandi hlutverki hafnađ. Ţetta tel ég ekki vera eđlilegt og legg ţví til ađ breytt verđi lögunum um skipan stjórnarinnar og hún verđi ekki skipuđ hagsmunaađilum. Áfram munu ţeir ţó eiga kost á ráđgefandi hlutverki.
Talsmenn LÍÚ eru mér ósammála um ţetta málefni og er ekkert viđ ţví ađ segja. Ţađ er eđli lýđrćđisins ađ ólíkar skođanir eru uppi, en harkaleg viđbrögđ ţeirra í minn garđ eru slík ađ mér finnst sá vísindamađur ekki öfundsverđur, sem setur fram sjónarmiđ sem ţeim er ekki ađ skapi. Öruggast er ađ hafa rannsókna- og vísindastofnunina utan áhrifasviđs slíkra hagsmunaađila.
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is