head43.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Hćstiréttur og veiđileyfin - 22. janúar 1999
FYRIR skömmu setti Alţingi nýja 5. grein í lögin um stjórn fiskveiđa í framhaldi af dómi Hćstaréttar sem felldur var í byrjun desember sl., en ţessi
grein kveđur á um skilyrđi fyrir ţví ađ fá leyfi til veiđa í atvinnuskyni í fiskveiđilögsögu Íslands. Umrćđur á Alţingi snerust einkum um ţađ hvort dómur
Hćstaréttar snerti ađeins 5. greinina eđa einnig 7. grein laganna, en ţar er mćlt fyrir um aflahlutdeildarkerfiđ, sem í daglegu tali er nefnt kvótakerfiđ. Í
meginatriđum má segja ađ stjórnarandstađan hafi haldiđ ţví fram ađ dómurinn felldi 7. grein laganna úr gildi og ţví vćri öll fiskveiđistjórnunin skv.
kvótakerfinu í uppnámi. Hins vegar varđ ţađ niđurstađa meirihluta sjávarútvegsnefndar og Alţingis ađ dómurinn varđađi ađeins 5. grein laganna.

Einungis veiđileyfin

Í dómnum sjálfum segir: "Hins vegar er ekki í ţessu dómsmáli tekin afstađa til ţess, hvort ráđuneytinu hafi ađ svo búnu boriđ ađ verđa viđ umsókn
áfrýjanda, en máliđ er einungis höfđađ til ógildingar á ákvörđun ráđuneytisins en ekki til viđurkenningar á rétti áfrýjanda til ađ fá tilteknar veiđiheimildir í
sinn hlut." Međ öđrum orđum ţótt dómurinn ógildi synjun um veiđileyfi, á ţeim forsendum sem tilteknar voru, tekur hann sérstaklega fram ađ í ţví felist
ekki viđurkenning á veiđiheimildum til handa áfrýjanda. Ţar međ afmarkar Hćstiréttur sig viđ 5. greinina einvörđungu. Í málatilbúnađi sínum vísađi
áfrýjandi hvergi til 7. greinar laganna og beinlínis afmarkađi kröfu sínu viđ veiđileyfi samkvćmt 5. grein laganna. Í dóm Hćstaréttar var ţví ekki vísađ
ágreiningsefni sem varđađi 7. greinina. Um dómstóla gildir almennt ađ ţeir úrskurđa um ágreiningsefni sem fyrir ţá eru lögđ, annađ ekki. Dómstóllinn
hafđi ekki 7. greinina til úrskurđar og gat ţví í umrćddu dómsmáli ekki fellt neinn dóm um hana. Dómstóllinn verđur beinlínis ađ tilgreina 7. greinina í
dómi sínum ef ógilda á ţá grein. Grundvallargrein í lögum um stjórn fiskveiđa verđur ekki felld úr gildi međ óbeinum hćtti í dómsmáli um annađ efni.
Svo einfalt er ţađ. Ţá var ţađ samdóma álit sérfrćđinga sem sjávarútvegsnefnd kallađi á sinn fund ađ dómurinn tćki ađeins til 5. greinarinnar og ţađ
álit hlýtur ađ vega ţungt. Ekki kom neitt fram sem hnekkti áliti sérfrćđinganna eđa ofangreindum rökum.

Atvinnuréttindi og stjórnarskráin

Loks má nefna ađ hefđi Hćstiréttur ógilt greinina ţá hefđi rétturinn samhliđa ţurft ađ taka afstöđu til atvinnuréttinda ţeirra sem eru í sjávarútvegi og
skýra ţá vernd sem stjórnarskráin veitir atvinnuréttindunum og draga mörk milli ţeirra annars vegar og jafnrćđisreglu og atvinnufrelsis hins vegar. Í
ţessu samhengi er rétt ađ undirstrika ađ dómstólar hafa aldrei vefengt ađ atvinnuréttindi njóti verndar. Ţađ er afar ţýđingarmikiđ ađ skýra stöđu
atvinnuréttinda í sjávarútvegi, ekki síst ţegar framundan er endurskođun laganna á nćstu tveimur árum, og hefur sjávarútvegsnefnd fariđ ţess á leit viđ
lagastofnun Háskóla Íslands ađ taka saman álitsgerđ um ţađ efni. Er óskađ eftir ađ skýrđ verđi atvinnuréttindi útvegsmanna međ hliđsjón af ákvćđum
stjórnarskrárinnar. Ennfremur ađ stofnunin veiti álit sitt á ţví hvort ađrir sem starfa í sjávarútvegi (t.d. sjómenn og fiskverkafólk) eigi
stjórnarskrárvarinn atvinnurétt í greininni.

Ađ öllu samanlögđu er ţađ ótvírćđ niđurstađa stjórnarflokkanna ađ dómur Hćstaréttar raski ekki 7. grein laganna og ţví nćgjanlegt ađ gera
breytingar á 5. greininni. Hvađ varđar 7. greinina ţá er ţađ dómstóla ađ dćma en ekki stjórnmálamanna og ég er í engum vafa um ađ fyrir dómstóla
verđur lagt fyrr en seinna ađ kveđa upp úr međ gildi aflahlutdeildarkerfisins sem kveđiđ er á um í 7. greininni. Skal engu um ţađ spáđ hvernig sá
dómur verđur. En mikinn greinarmun verđur ađ gera á ţví hvort menn telja ađ aflahlutdeildarkerfiđ brjóti í bága viđ stjórnarskrána eđa hvort menn eru
einfaldlega á móti ţví.

Endurskođun laganna í heild

Segja má ađ í málflutningi stjórnarandstöđunnar (ţ.e. stćrstum hluta hennar) hafi falist sú afstađa ađ dómurinn setti aflahlutdeildarkerfiđ í uppnám án
ţess ađ segja skýrt hvort stjórnarandstađan vćri andsnúin ţví fyrirkomulagi og einnig án ţess ađ koma međ tillögur um hvernig ćtti ađ stjórna
fiskveiđunum á annan hátt. Gerđi stjórnarandstađan kröfur um ađ brugđist yrđi viđ dómnum skjótt međ lagasetningu en eina tillaga hennar var ađ
viđhalda óbreyttu ástandi nćstu fjögur árin og ganga ţannig algerlega á skjön viđ eigin túlkun á hćstaréttardómnum um ađ óbreytt ástand gengi ekki
vegna dómsins. Ţessi vandrćđi eru hins vegar ađ mörgu leyti skiljanleg, stjórnkerfi í fiskveiđum verđur ekki breytt í grundvallaratriđum í einu vetfangi
og stjórnarandstöđuflokkarnir hafa greinilega ekki komiđ sér saman um hvernig ćtti ađ breyta stjórn fiskveiđa. Ţess vegna tel ég ađ ákvörđun
stjórnarliđsins um ađ endurskođa lögin í heild sinni á nćstu tveimur árum sé miklu vćnlegri leiđ en tillaga stjórnarandstöđunnar. Gildandi fyrirkomulag
er lagt til grundvallar, fariđ yfir reynsluna af ţví, dregnir fram kostir og gallar kerfisins og náđ samkomulagi um breytingar til bóta á ţví. Ţessi
endurskođun verđur á breiđum pólitískum grundvelli og hagsmunaađilar munu eiga ţess kost ađ koma ađ henni ásamt öđrum sem vilja leggja orđ í
belg. Međ ţessu er máliđ sett í farveg skipulagđrar vinnu í stađ upplausnar. Sjálfur hef ég mjög beitt mér fyrir ţví ađ endurskođun laganna fćri fram og
hef ýmsar athugasemdir viđ gildandi lög um stjórn fiskveiđa. Ţađ mun koma í ljós viđ endurskođunina hver vilji flokkanna er til breytinga og ţá hvađa
breytinga. Máliđ snýst ekki lengur um ţađ hvort flokkarnir vilja endurskođa lögin heldur hvađa breytingar ţeir vilja gera, um ţađ verđa ţeir spurđir
fyrir nćstu Alţingiskosningar, líka stjórnarandstađan.
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is