head17.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Nýjasta heilagsandahoppiđ. 18. nóvember 1992

Sameining sveitarfélaga er ekkert nýtt mál. Frá ţví ađ ný sveitarstjórnarlög tóku gildi fyrir sex árum hefur sveitarfélögum fćkkađ um 12% og ţađ hefur gerst međ sameiningu. Ţá voru sveitarfélög í landinu alls 223 en eru nú 197. Ţessi ţróun er enn í gangi á grundvelli núverandi laga og ađ óbreyttu mun sveitarfélögum halda áfram ađ fćkka. Mest hefur fćkkunin orđiđ á Vestfjörđum, en ţar eru nú 24 sveitarfélög og hefur fćkkađ um átta. Á Suđurlandi hefur fćkkađ um 5 sveitarfélög, fjögur á Norđurlandi eystra og Austurlandi hvoru um sig, ţrjú á Norđurlandi vestra og tvö á Vesturlandi. Engin fćkkun hefur hins vegar orđiđ í Reykjaneskjördćmi. Sameining sveitarfélaga er ţví engin ný uppfinning, í ţeim efnum er löngu búiđ ađ finna upp hjóliđ.

Tilfćrsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga og tekjustofnar međ er heldur engin ný bóla. Fyrir tćpum ţremur árum tóku gildi ný lög um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og einnig ný lög um tekjustofna sveitarfélaga.

Undirbúningur hefur stađiđ í nokkur ár í samráđi viđ Samband íslenskra sveitarfélaga. Sérstök verkaskiptinganefnd skilađi af sér álitsgerđ 1980, önnur skilađi skýrslu 1983 og tvćr nefndir skiluđu skýrslu 1987, ţar sem voru beinar tillögur um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og úttekt á fjármálalegum áhrifum breytinganna. Í framhaldi af starfi síđastnefndu nefndanna voru áđurnefnd lög sett og eru ţau í meginatriđum byggđ á tillögunum frá 1987.

Verkefnaflutningur og breyting á tekjustofnum sveitarfélaga er ţví ekki heldur nein ný uppfinning, ţvert á móti er nýlega búiđ ađ framkvćma slíka breytingu og menn eiga eftir ađ meta árangurinn af henni. Í skýrslu nefndar félagsmálaráđherra frá 1987, sem fjallađi um breytingar á verkefnum sveitarfélaga, er bent á ađ sveitarfélög hafi mikla reynslu af samvinnu og ţar segir orđrétt:

„Sú samvinna hefur yfirleitt gengiđ vel ţrátt fyrir mismunandi íbúafjöld og fámenni margra sveitarfélaga. Ekki verđur ţví séđ ađ fámenni sveitarfélaga sé Ţrándu í Götu, ađ ţađ komi í veg fyrir framkvćmd tilagna nefndarinnar.“

Ţá segir í skýrslu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til XIV landsţings sem haldiđ var í september 1990 eđa fyrir tveimur árum: „Um áramótin 1989 – 1990 voru gerđar víđtćkar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga til verulegs hagrćđis í stjórnkerfinu. Í kjölfar ţeirra breytinga öđluđust gildi ný lög um tekjustofna sveitarfélaga međ ákvćđum um Jöfnunarsjóđ sveitarfélaga, sem ađ flestra dómi getur skipt sköpum um ađ gera minni sveitarfélögum fjárhagslega kleift ađ sjá íbúum sínum fyrir ţeirri ţjónustu, er samfélagshćttir nútíma ţjóđfélags krefjast. Međ ţeim árangri, sem náđst hefur í ţessum efnum, hafa helstu baráttumál sambandsins fyrir hönd sveitarfélaga landsins komist í höfn.“

Ţađ er hvorki meira né minna, breytingarnar gera sveitarfélögunum kleift ađ veita ţá ţjónustu sem krafist er í dag og öll helstu baráttumál sveitarfélaga hafa komist í höfn, og sveitarfélögin geta leyst úr verkefnum sínum međ samvinnu. Međ ţessa forsögu málsins í huga er ađ mínu mati eđlilegt ađ efast um gildi ţeirra fullyrđinga sem nú er slegiđ fram ađ stórfelldar sameiningar sveitarfélaga strax sé lífsspursmál fyrir landsbyggđina og forsenda frekari verkefnatilfćrslu. Ţađ vantar allan rökstuđning fyrir ţeirri trúbođsherferđ sem nú stendur yfir um sameiningu sveitarfélaga og í skýrslu sveitarfélaganefndar er vikiđ til hliđar ýmsum niđurstöđum sem samtök sveitarfélaga höfđu áđur komist ađ og ţađ nýlega.

Ég tek ţví međ varúđ viđ ţessu nýjasta heilagsandahoppi félagsmálaráđherrans og tel nauđsynlegt ađ rökrćđa forsendur ađ tillögugerđ nefndarinnar og beina umrćđunni inn á annađ spor. Ţađ ţarf fyrst ađ gera upp reynsluna af síđustu breytingum og fjalla um efniđ út frá sjónarhorni, ađ leita ađ leiđum sem styrkja samfellda byggđ um landiđ. Fyrsta skrefiđ er ađ endurskođa alla stjórnsýsluna, bćđi ríkis og sveitarfélaga, markmiđ hennar og leiđir. Í ţeirri umrćđu er sameining sveitarfélaga ekkert tabú, en sameiningin verđur ađ vera afleiđing öflugrar byggđastefnu en ekki forsenda.

Fyrsta skrefiđ til skaplegrar umrćđu er ađ leggja til hliđar öll áform um lögţvingun og í ţess stađ ađ virđa rétt íbúa hvers sveitarfélags til ađ ráđa sinni framtíđ. Til ţess ađ ná ţví fram verđur ađ slá af ţau áform ađ keyra máliđ í gegn sveitarfélagamegin frá á tveimur mánuđum. Sá hrađakstur gerir ekkert annađ en spđ spilla fyrir málinu.

Kristinn H. Gunnarsson


Austurland 18. nóvember 1992.
Vestfirska fréttablađiđ 26. nóvember 1992.
Dagur 25. nóvember 1992.<<<

Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is