Vísa vikunnar ( 31 ): því drottinn fyrirgefur allt.

Molar
Share

Á Hólmavík var í sumar haldið hagyrðingakvöld.Var það vel sótt, húsfyllir í félagsheimilnu, eins og vænta mátti. Atburðurinn var hluti af hamingjudögum Hólmvíkinga. Þar voru mættir sex vaskir hagyrðingar:

Aðalsteinn L. Valdimarsson, Strandseljum við Djúp.
Ása Ketilsdóttir, Laugalandi (hinum megin) við Djúp.
Björn Guðjónsson í Bakkagerði á Selströnd úti við Drangsnes.
Georg Jón Jónsson á Kjörseyri í Hrútafirði.
Helgi Björnsson, Snartarstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarhjeraði.
Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði.

Georg Jón kynnti sjálfan sig með þessum orðum:

Ég lifi og starfa í landbúnaði
og lífið er skólinn minn.
Þar hleypur maður á hundavaði
því háll er vegurinn.

Ég hneigist að hrossum og kindum
en hagfræðiskynið er valt.
Drýgi líka dáldið af syndum
því drottinn fyrirgefur allt.

Athugasemdir